V-Húnavatnssýsla

RÉTTIR Food Festival hefst á föstudaginn

Nú á föstudaginn næstkomandi, 13. ágúst, hefst matarhátíð á Norðurlandi vestra sem nefnist RÉTTIR Food Festival og mun hún standa yfir í 10 daga með viðburðum á öllu svæðinu og ljúka sunnudaginn 22. ágúst. Á hátíðinni, sem var fyrst sett á laggirnar sumarið 2019, munu matvælaframleiðendur og veitingastaðir á Norðurlandi vestra sýna heimafólki og gestum sínar bestu hliðar í mat og drykk.
Meira

Magnús Barðdal nýr verkefnastjóri fjárfestinga hjá SSNV

Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) er greint frá því að Magnús Barðdal hafi verið ráðinn í starf verkefnisstjóra fjárfestinga hjá samtökunum.
Meira

Ýmis laus störf á Norðurlandi vestra

Laus eru til umsóknar fjölbreytt og spennandi störf á Norðurlandi vestra. SSNV hefur tekið saman þau störf sem í boði eru og hér í fréttinni finna hlekki á auglýsingar um hin ýmsu störf í landshlutanum.
Meira

Húnvetningar komnir með níu tær inn í úrslitakeppnina

Lið Kormáks/Hvatar er á siglingu í D-riðli 4. deildar en liðið vann sinn þriðja leik í röð í dag þegar þeir mættu Knattspyrnufélagi Breiðholts (KB) á Domusnovavellinum í dag. George Chariton hélt áfram að skora og kom gestunum yfir rétt fyrir hlé og Húnvetningar bættu við tveimur mörkum til að gulltryggja sigurinn áður en heimamenn klóruðu í bakkann í lokin. Lokatölur 1-3.
Meira

Bólusetningar hjá HSN í næstu viku

Í næstu viku verður þeim sem fengu Janssen bóluefni boðinn örvunarskammtur með Pfizer bóluefni. Ekki er mælt með að þeir sem eru með sögu um Covid -19 fái örvunarskammt í bili.
Meira

Smitum fjölgar í Skagafirði – Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir á landamærum

Í fyrradag gaf aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra út nýja stöðutöflu yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun eða sóttkví vegna Covid á svæðinu. Enn fjölgar smituðum en staðan hefur þó batnað í Húnavatnssýslum þar sem smitaðir teljast nú tveir en fjölgað hefur nokkuð í Skagafirði þar sem 14 eru smitaðir.
Meira

Atvinna: félagsráðgjafi í barnavernd

Félags- og skólaþjónusta A-Hún auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ráðning er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Meira

Heitavatnslaust í Hrútafjarðaveitu þann 9. ágúst kl 13:00

Heitavatnslaust verður í Hrútafjarðaveitu mánudaginn 9 ágúst frá kl 13:00 vegna framkvæmda á borholu á Reykartanga.
Meira

Laus störf við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra óskar eftir að ráða tvo öfluga einstaklinga í 75-90% störf frá 1. október 2021.
Meira

Námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum í september

Dagana 10.-12. september nk. fer fram námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Akrahrepp. Námskeiðið mun fara fram í samræmi við þær sóttvarnarreglur sem verða í september. Kennari á námskeiðinu verður sem fyrr, Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf.
Meira