V-Húnavatnssýsla

„Það er margra ára reynsla að dvelja vikulangt á hálendisvaktinni“

Vikuna 1.-8. ágúst var nóg um að snúast hjá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit á Sauðárkróki en meðlimir hennar tóku að sér hálendisgæslu á hálendisvakt í Landmannalaugum á Fjallabaki. Hálendisvakt Landsbjargar er verkefni sem byrjaði fyrir allmörgum árum til að stytta viðbragðstíma björgunarsveita yfir sumarið við verkefnum á hálendinu.
Meira

Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021

Núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 878/2021 um takmörkun á samkomum gildir til og með 27. ágúst nk. og tekur nú einnig til skólastarfs. Með hliðsjón af henni veitir mennta- og menningarmálaráðuneyti nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstafana á mismunandi skólastigum.
Meira

Þórdís Kolbrún í heimsókn á Norðurlandi vestra

SSNV greinir frá því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hafi verið á ferð um Norðurland vestra í blíðunni í gær fimmtudag. Með henni í för voru Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri ásamt starfsfólki ráðuneytisins og Ferðamálastofu.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum vegna alþingiskosninga 25. september 2021 hefst í dag, föstudaginn 13. ágúst 2021.
Meira

Styrkveitingar atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins haustið 2021

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Meira

Eyjólfur skipar efsta sæti hjá Flokki fólksins í Norðvesturkjördæmi

Eyjólfur Ármannsson verður oddviti framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Meira

Með kjark og þor

Framtíðin, er hún björt? Hvað viljum við, og hvernig viljum við að það sé gert? Hvað fær venjulega húsmóðir sem er fædd og uppalin í Skagafriði, býr austur á Héraði í 33 ár og flyst svo á Blönduós til að fara í framboð? Jú þessi húsmóðir er búin um ævina að kjósa alla flokka á þingi nema þá sem vilja endilega ganga í Evrópusambandið, þá myndi ég aldrei kjósa. En þessir flokkar sem hafa áður fengið atkvæði mín fá þau aldrei aftur, ALDREI því það er ljóst að þrátt fyrir mikinn fagurgala í lykil málaflokkum, þá hefur þeim ekki tekist að standa við neitt. Slíktur lætur maður ekki bjóða sér endalaust. Þeir eru búnir að fá sín tækifæri, ekki meir takk, ekki meir.
Meira

Okkar fólk

Á mínum fyrstu starfsárum vann ég á Sólheimum í Grímsnesi í tvígang. Fyrst sumarlangt og seinna frá janúar 1984 til maíloka sama ár. Foreldrar mínir unnu þar svo það var auðveldara að fá vinnu þegar sambönd voru til staðar.
Meira

Bólusetningar hjá HSN 16.-20. ágúst

Í næstu viku, viku 33 verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára á starfstöðvum HSN. Bóluefnið sem verður notað er frá Pfizer/BioNTech. Bólusettum íbúum á hjúkrunarheimilum, einstaklingum 80 ára og eldri, þeim einstaklingum sem eru mjög ónæmisbældir og einstaklingum 60-79 ára verður einnig boðinn örvunarskammtur með Pfizer bóluefni á næstu vikum. Miðað er við að 26 vikur hafi liðið frá skammti númer tvö.
Meira

Fákaflug 2021- skráningu lýkur í kvöld

Gæðingamótið Fákaflug verður haldið um helgina, dagana 14. og 15. ágúst, á Sauðárkróki. Fákaflug er rótgróið mót sem var á árum áður haldið á Vindheimamelum en undanfarin ár hafa fákar flogið á Sauðárkróki.
Meira