V-Húnavatnssýsla

Er enska ofnotuð í íslenskri ferðaþjónustu?

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að undafarin ár hafa erlendum ferðamönnum fjölgað talsvert (ef við horfum framhjá Covid-tímum) og þar með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í ferðaþjónustu. Til að sinna þessum fjölda ferðamanna þarf vinnuafl og þegar illa hefur gengið að ráða íslenska starfsmenn hefur verið leitað út fyrir landsteinanna að starfsfólki.
Meira

Fjöldi viðburða á Skúnaskralli – barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra

Dagana 14.-24. október verður haldin barnamenningarhátíðin Skúnaskrall á Norðurlandi vestra. Hátíðin er áhersluverkefni sóknaráætlunar landshlutans en hún fékk jafnframt veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði og nýtur stuðnings sveitarfélaganna á starfssvæðinu. Hátíðin er vettvangur fyrir menningu fyrir börn, menningu með börnum og menningu skapaða af börnum. Verður þetta í fyrsta skiptið sem hátíð af þessum toga verður haldin á Norðurlandi vestra. Verkefnisstjórar eru Auður Þórhallsdóttir, Ástrós Elísdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Bændum í nautgriparækt boðin þátttaka í Loftslagsvænum landbúnaði

Hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er Loftslagsvænn landbúnaður. Markmiðið verkefnisins er að auka kolefnisbindingu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Meira

Snúruflækjur kerfisins

Við skiptum landinu upp í níu löggæsluumdæmi. Til að halda skipulagi. Héraðsdómstólarnir eru reyndar átta. Ekki níu, eins og umdæmi lögreglunnar, heldur átta eins og landshlutar sveitarstjórnarstigsins. Sem tengjast þeim ekki neitt.
Meira

Næmi fyrir riðu rannsakað í arfgerðum geita

Nú nýlega fengu Landsbúnaðarháskóli Ísands (Lbhí) og Geitfjárræktarfélag Íslands styrk frá erfðanefnd lanbúndaðarins til að gera arfgerðarrannsóknir á geitum. Markmið verkefnisins er því að auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu geitastofnsins á arfgerðum sem tengjast næmi fyrir riðu.
Meira

Leitað að verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar

Markaðsstofa Norðurlands leitar að verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar sem ætlað er að vinna í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á Norðurlandi öllu að þróun og uppbyggingu áfangastaða. Tekið er fram að starfsstöð verði á Norðurlandi vestra í húsnæði SSNV á Hvammstanga.
Meira

Nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar

Vegagerðin hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr Borgartúni 5-7 í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Með nýjum höfuðstöðvum verður starfsemi Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu sameinuð á einn stað en Vegagerðin var áður á þremur stöðum, í Borgartúni, Vesturvör í Kópavogi og Hringhellu í Hafnarfirði.
Meira

Hundadagar hefjast í dag

Hundadagar byrja í dag en þeir marka tiltekið skeið sumars um heitasta tímann á norðurhveli, nú talið frá 13. júlí (Margrétarmessu) til 23. ágúst í Almanaki Háskólans, eða sex vikur. Á WikiPedia segir að nafnið muni komið frá Rómverjum, er sóttu hugmyndina til Forn-Grikkja. Samkvæmt gamalli veðurtrú má búast við afar góðu sumri en veður þessa dags ræður miklu um tíðarfarið fram að lokum ágústmánaðar.
Meira

Opið hús í tilefni að 20 ára afmæli Veraldarvina

Í tilefni að 20 ára afmæli sjálfboðaliðasamtakanna Veraldarvina er opið hús í gamla símstöðvarhúsinu að Brú helgina 16. – 18. júli frá 12:00 – 18:00.
Meira

Þórir á Lækjamóti sæmdur Gullmerki LH

Á Fjórðungsmóti Vesturlands sem fram fór um liðna helgi var Þórir Ísólfsson sæmdur Gullmerki Landssambands Hestamanna (LH) við hátíðlega athöfn.
Meira