Hæstur meðalhiti sjálfvirkra stöðva á Norðurlandi vestra á Brúsastöðum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
17.08.2021
kl. 09.16
Íslenski júlímánuðurinn var mjög hlýr og þurr, sérstaklega á Norður- og Austurlandi og var meðalhitinn í þeim landshlutum víða sá hæsti frá upphafi mælinga. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að sólskinsstundir hafi aldrei mælst eins margar í júlímánuði á Akureyri á meðan þungbúnara hafi verið suðvestanlands. Á Norðurlandi vestra reyndist meðalhiti sjálfvirkra stöðva hæstur á Brúsastöðum í Vatnsdal, næsthæstur á Sauðárkróksflugvelli og Nautabú í fyrrum Lýtingsstaðahreppi er svo í þriðja sæti.
Meira