V-Húnavatnssýsla

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykktur

Á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fór þann 25. júli, var listi flokksins fyrir komandi kosningar samþykktur.
Meira

Að fá að vinna með gullborgurum við hannyrðir er eins og að vinna í lottói

Sigríður Hrönn Bjarkadóttir á Blönduósi segir lesendum frá handverki sínu í þættinum að þessu sinni. Sigríður er fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Blönduóss 1980 ásamt eigimanni og tveimur sonum. Í dag eru synirnir orðnir fjórir og barnabörnin níu, búsett í Reykjavík, Noregi og Barcelona. Handavinna hefur alltaf verið stór þáttur í lífi Sigríðar sem segist hafa hlotið mjög góða og fjölbreytta kennslu í barnaskóla. Sigríður hefur séð um félags og tómastundarstarfið í á Blönduósi í 22 ár. „Ég tel mig hafa unnið í lottói að fá að vinna með gullborgurum á staðnum við þaðsem ég elska að gera, hannyrðir,”segir Sigríður.
Meira

Zetorinn hans Sigmars í Lindabæ

Það þekkja eflaust margir til hans Sigmars Jóhannssonar í Lindabæ í Skagafirði en hann hefur haft mikinn áhuga á dráttarvélum og búminjum um langa tíð og var hans fyrsta vél Farmal Cub dráttarvél sem fylgdi bæði sláttuvél og plógur.
Meira

Leikmenn Kormáks/Hvatar á eldi ... í Húnaþingi

Lið Kormáks/Hvatar og Vatnalilja mættust í 11. umferð D-riðils 4. deildar á Hvammstanga í gær og má segja að heimamenn hafi verið á eldi – gerðu fimm mörk án þess að gestirnir úr Kópavogi gætu svarað fyrir sig. Önnur úrslit urðu til að bæta enn stöðu Húnvetninga í baráttunni um sæti í úrslitakeppni.
Meira

Svartbaunaborgari og föstudagspizza

Matgæðingur í tbl 8 á þessu ári var Arnar Þór Sigurðsson en hann er fæddur og uppalinn í Skagafirði en býr í dag í Mosfellsbæ með kærstunni sinni, Þórdísi Ólafsdóttur. Arnar starfar sem kerfisstjóri hjá Origo en Þórdís sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands.
Meira

Hundadagar :: Leiðari Feykis

Hundadagar hófust í síðustu viku, þann 13. júlí, og standa til 23. ágúst nk. eða í sex vikur sléttar og marka tiltekið skeið sumars um heitasta tímann á norðurhveli jarðar. Margir telja nafnið tilkomið vegna Jörundar hundadagakonungs en það er reginmisskilningur. Hið rétta er að nafnið er komið frá Rómverjum, er sóttu hugmyndina til Forn-Grikkja sem settu sumarhitana í samband við stjörnuna Síríus, sem Íslendingar kölluðu hundastjörnuna og mun vera bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Stóri-hundur sem um þetta leyti árs fór að sjást á morgunhimninum.
Meira

Hannyrðir hafa fylgt mér alla ævi

Ég er alin upp á Flateyri við Önundarfjörð og flutti til Skagastrandar um vorið 1994 ásamt manni mínum, Guðmundi Finnbogasyni, og þremur börnum. Ég starfa við félagsstarfið á Skagaströnd og sinni gæslu við sundkennslu þegar hún er í gangi. Ég er mikið fyrir hannyrðir og prjóna mikið á barnabörnin, þau eru orðin sex að tölu. Ef ég byrja á einni peysu þá enda ég með að klára sex peysur,“ segir Ásthildur Gunnlaugsdóttir sem segir lesendum frá því hvað hún er með á prjónunum.
Meira

Samkomutakmarkanir vegna Covid taka gildi á miðnætti

Það fór eins og reiknað var með að ríkisstjórnin ákvað að grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar Covid-smita síðustu daga. Megininntak aðgerðanna er í takt við tillögur sóttvarnalæknis og líkt og óttast var eru samkomutakmarkanir meginefni aðgerðanna; hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 og nálægðarregla tekin upp þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi. Reglurnar taka gildi á miðnætti sunnudaginn 25. júlí – eftir tíu klukkustundir.
Meira

Fjölbreytt atvinna fyrir alla!

Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að. Við brugðumst við af krafti með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum, brúuðum bilið og vorum tilbúin þegar landið byrjaði að rísa að nýju.
Meira

Folaldafille með brokkolísalati og sveppasósu

Matgæðingur í tbl 7 á þessu ári var Friðrik Már Sigurðsson en hann býr á Lækjamóti í Húnaþingi vestra ásamt eiginkonu sinni, Sonju Líndal Þórisdóttur, og tveimur börnum. Friðrik situr í sveitarstjórn og í byggðarráði í Húnaþingi vestra og er einnig meistaranemi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Ekki nóg með það þá eru bústörfin, tamningar og þjálfun hesta eitthvað sem hann sinnir ásamt öllu hinu.
Meira