Baráttan við Álftanes leggst vel í Ingva Rafn
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
26.08.2021
kl. 09.50
Síðasta umferðin í 4. deild karla fór fram um síðustu helgi og þá varð ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst nú á föstudaginn. Lið Kormáks/Hvatar hafði þegar tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni fyrir lokaumferðina og hefur spilað vel í sumar. Lið Húnvetninga fær hins vegar verðugt verkefni í átta liða úrslitum en þá etja þeir kappi við lið Álftaness og fer fyrri leikur liðanna fram á Blönduósi á morgun, 27. ágúst, og hefst kl. 18:00. „Ég held að það megi búast við skemmtilegri viðureign tveggja góðra liða þar sem allt getur gerst. Ef við mætum klárir þá hef ég ekki miklar áhyggjur,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, spilandi þjálfari Kormáks/Hvatar, í spjalli við Feyki.
Meira