V-Húnavatnssýsla

Tólf sigrar og tvö töp uppskera sumarsins hjá Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar spilaði síðasta leik sinn í riðlakeppni 4. deildar í gær en þá héldu Húnvetningar í Eyjafjörðinn þar sem þeir mættu Samherjum á Hrafnagilsvelli. Það var svo sem ekki mikið undir annað en heiðurinn því sæti Kormáks/Hvatar í úrslitakeppni 4. deildar var löngu tryggt. Það fór svo að stigin þrjú fóru með Húnvetningum heim en lokatölur voru 0-1.
Meira

Breyttar reglur um sóttkví í skólum

Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að með breytingunum megi gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp.
Meira

Verður seint kallaður meistarakokkur

Það er körfuboltastjarna Skagafjarðar, Axel Kárason, sem var matgæðingur vikunnar í tbl 10 á þessu ári. En hann er ekki bara lunkinn með boltann hann er einnig dýralæknir á Dýraspítalanum Glæsibæ og situr í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd framsóknarmanna. Hann býr í Vík í Staðarhreppi ásamt kærustunni, Leana Haag, og eru þau undir verndarvæng lénsherrans og landeigandans Ómars á Gili.
Meira

Elskar að fara í rjúpu

Þýskur fjárhundur eða german shepherd, eins og flestir þekkja þá undir, eru mjög fallegir, sterkbyggðir og tignarlegir hundar. Þeir eru oftast svartir/brúnir á litinn en grár/brúnn er einnig þekkt. Þar sem þeir eru þekktir fyrir að vera mjög ákveðnir, óhræddir, áhugasamir, kjarkaðir, athuglir og hlýðnir þá eru þeir oftast notaðir sem vinnuhundar því þeir eru einnig einstaklega fljótir að læra. Þeir eru mjög húsbóndahollir og elska ekkert meira en að vera með fjölskyldunni sinni þó það sé ekki annað en að fara í smá bíltúr að kaupa sér ís, þeir vilja bara vera með.
Meira

Stefnir í mikinn viðburð í Textílmiðstöðinni á Blönduósi

Síðasta helgin í ágúst, dagana 27. - 29. verður viðburðarík í Textílmiðstöðinni á Blönduósi en þá eru allir velkomnir í opið hús í TextílLabinu að Þverbraut 1. Á staðnum eru geislaskeri, vínyl prentari, útsaumsvél, nálaþæfingarvél og stafrænn vefstóll. Í tilkynningu frá Textílmiðstöðinni segir að smiðjustjóri muni aðstoða við notkun á smiðjunni og verður aðgengi frítt, en greitt fyrir það efni sem notað er.
Meira

Ný framtíðarsýn Háskólans á Hólum

Háskólinn á Hólum hefur nýlega lokið endurskoðun á framtíðarsýn skólans og mótað stefnu fyrir árin 2021-2025. Jafnframt hefur verið farið í umfangsmiklar greiningar á styrkleikum og tækifærum í akademísku starfi skólans í stofnunarúttekt á vegum gæðaráðs íslenskra háskóla og greint styrkleika og tækifæri í innra skipulagi skólans með aðstoð ráðgjafa á vegum Inventus og Birki ráðgjafar.
Meira

Dreifing á Feyki vikunnar tefst

Lesendur Feykis þurfa enn á ný að sýna þolinmæði vegna útgáfu Feykis þessa vikuna þar sem dreifing getur ekki hafist fyrr en á morgun. Ástæðan er sú að blaðið er prentað fyrir sunnan og barst ekki norður yfir heiðar fyrir daginn í dag eins og til stóð.
Meira

Ertu klár fyrir kosningarnar? – Lögheimilisflutninga þarf að tilkynna fyrir helgi

Lögheimilisflutningar þurfa að hafa borist fyrir 21. ágúst nk. til að hafa gildi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara þann 25. september nk. og mun flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem eiga sér stað eftir 20. ágúst nk. ekki hafa áhrif á útgefinn kjörskrárstofn.
Meira

Opið bréf til frambjóðenda í kosningum til Alþingis 25. september 2021

Nú líður að þingkosningum og kjördagur nálgast. Við kjósendur þurfum að skoða og meta hverja skal kjósa úr þeim fjölda framboða sem í boði eru. Stefnumálin virðast svipuð hjá mörgum flokkanna, þótt ekki sé samhljómur um alla hluti. Ég tilheyri þeim ört stækkandi hópi eldra fólks sem eru ýmist kallaðir eldri borgarar, lífeyrisþegar eða jafnvel bótaþegar. Mér hugnast ekki þessi miðamerking, við erum eldra fólk. Við viljum hafa áhrif á eigið líf og framtíð og teljum okkur hafa margt fram að færa.
Meira

Merkilegur fornleifafundur á Þingeyrum

Í síðustu viku greindi fréttastofa RÚV frá því að fornleifafræðingar, sem vinna að rannsóknum á Þingeyraklaustri, hafi fundið þar merkilega gröf sem talin er tilheyra Jóni Þorleifssyni, klausturhaldara á Þingeyrum en hann lést árið 1683. Í gröfinni fundust m.a. gullhringur og veglegt höfuðfat.
Meira