V-Húnavatnssýsla

Karlafótbolti á Króknum og Hvammstanga í dag

Nú fer að styttast í afturendann á keppnistímabili tuðrusparkara og í dag fara fram tveir leikir á Norðurlandi vestra. Fyrst mæta Tindastólsmenn glaðbeittum Garðbæingum á Sauðárkróksvelli í 13. umferð 3. deildarinnar og seinni part dags mætir Kormákur/Hvöt vinalegum Vatnaliljum í D-riðli 4. deildar en leikurinn fer fram á Kirkjuhvammsvelli.
Meira

Tuðrusparkarar bætast í hópa norðanliðanna

Leikmannaglugginn er galopinn í fótboltanum og norðanliðin hafa verið að leitast eftir því að styrkja sig fyrir lokaátökin framundan. Tveir leikmenn hafa gengið til liðs við karlalið Tindastóls og sömuleiðis hafa tveir kappar bæst í hópinn hjá Kormáki/Hvöt. Áður hefur verið sagt frá viðbótinni sem Stólastúlkur fengu.
Meira

Ríkisstjórnin ákveður aðgerðir vegna Covid í dag

Loksins þegar lífið virtist vera að færast í eðlilegt horf eftir kófþrungna mánuði og glimrandi gang í bólusetningum dúkkaði Covid-veiran upp á ný. Síðustu daga hefur talsvert verið um smit og eru þau um 150 síðustu tvo daga. Staðan er þannig þegar þessi frétt er skrifuð að 371 er í einangrun, 1043 í sóttkví og 1234 í skimunarsóttkví. Þrír eru á sjúkrahúsi. Sóttvarnarlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnismiða með tillögum um aðgerðir og fundar ríkisstjórnin á Egilsstöðum í dag kl. 16 þar sem ákveðið verður til hvaða aðgerða verður gripið.
Meira

Selatalningin mikla á sunnudaginn

Selatalningin mikla á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga verður haldin sunnudaginn 25. júlí nk. Allir er hvattir til að taka þátt og með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.
Meira

Hefur þú kynnt þér Sóknaráætlun Norðurlands vestra?

Gildandi sóknaráætlun landshlutans var samþykkt haustið 2019 og gildir árin 2020-2024. Að vinnunni við gerð hennar komu vel á fimmta hundrað íbúar landshlutans bæði með þátttöku í vefkönnun sem og fundum sem haldnir voru víða um landshlutann. Í áætluninni eru settar fram megin áherslur í þróun svæðisins byggt á fjórum megin málaflokkum, atvinnuþróun og nýsköpun, menningarmálum, umhverfismálum og menntamálum og lýðfræðilegri þróun. Áætlunin er leiðarljós við úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði landshlutans sem og við skilgreiningu áhersluverkefna.
Meira

Melló Músíka í kvöld

Það verður mikil tónlistarveisla í félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld þegar að Melló Músíka fer fram. Um er að ræða lið í Eld í Húnaþingi þar sem heimafólk úr Húnaþingi vestra treður upp og flytur fjölbreytt lög. Mikil fjölbreytni er meðal tónlistarfólksins á svæðinu svo það finna eflaust flestir eitthvað við sitt hæfi á Melló Músíka.
Meira

Ástrós Elísdóttir ráðin til SSNV

SSNV hefur ráið Ástrós Elísdóttur til sín sem verkefnisstjóra sóknaráætlunar landshlutans og atvinnuráðgjafa. Greint er frá ráðningunni á heimasíðu SSNV. Ástrós er með MA próf í ritlist frá Háskóla Íslands, BA próf í leikhúsfræður frá Listadeild Háskólans í Bologna, viðbótardiplomanámi til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands og leiðsögumannanámi frá Leiðsöguskóla Íslands.
Meira

Birgir Jónasson nýr lögreglustjóri á Norðurlandi vestra

Birgir Jónasson hefur verið skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí. Það er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem skipar hann í embættið.
Meira

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi

Íslandsmót barna og unglinga fór fram í Hafnafirði og lauk í gær. Skagfirðingar og Húnvetningar voru að sjálfsögðu á mótinu og stóðu sig með prýði að vanda.
Meira

Eldur í Húnaþingi hefst í dag

Eldur í Húnaþingi er hátíð í Húnaþingi vestra sem hóf göngu sína árið 2003 og verður því eldurinn tendraður nú í 19. sinn. Hátíðin hefur tekið mörgum breytingum frá því hún var fyrst haldin. Fyrst um sinn var hátíðin haldin sem unglistahátíð. Þá var hún bæði skipulögð og framkvæmd af ungu fólki í Húnaþingi vestra. Með tímanum fékk hátíðin á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ og hefur dagskráin verið breytileg með ári hverju en hún ræðst oftar en ekki af áhugasviði stjórnenda. Hátíðin hefur vissa fasta viðburði sem hafa einkennt hátíðina frá upphafi en auk þess er bryddað upp á ýmsum nýjungum eða rykið dustað af gömlum!
Meira