V-Húnavatnssýsla

B- og D-listi bættu á sig við endurtalningu í Húnaþingi vestra

Að ósk N listans kom kjörstjórn Húnaþings vestra saman, ásamt talningarmönnum og umboðsmönnum framboðlistanna, í gærkvöldi og endurtaldi atkvæði sveitarstjórnarkosninganna 14. maí 2022. Einungis munaði tveimur atkvæðum á N-lista og D-lista eftir talningu á kjördag en við endurtalningu fór sitthvort vafaatkæðið til B- og D-lista.
Meira

Foreldraverðlaunin 2022

Waldorfskólinn í Lækjarbotnum fær Foreldraverðlaunin 2022 Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 27. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 19. maí 2022.
Meira

Jæja, jæja ...

Hvað segist, gott fólk? Eigum við að halda áfram að ræða um ketti? Tja, hvers vegna ekki? Alla vega er ekki vanþörf á, svo mikið er víst. Fyrri grein mín fór víða og vakti umtal, enda brennur þetta á mörgum landanum.
Meira

Nemar í fiskeldi við Háskólann á Hólum heimsóttu Vestfirði

Nemendur í diplomanámi í fiskeldi við Háskólann á Hólum brugðu undir sig betri fætinum nú nýverið og kynntu sér fiskeldistöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum. Sagt er frá því á heimasíðu skólans að nám í fiskeldi er byggt upp af tíu námskeiðum sem kennd eru í fjarnámi. Í hverju námskeiði er gert ráð fyrir 3-4 daga staðbundinni lotu sem að jafnaði fer fram í Verinu á Sauðárkróki. Að þessu sinni fór staðlotan ekki fram heima í héraði heldur vestur á fjörðum.
Meira

Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ræða meirihlutasamstarf á Norðurlandi vestra

Samningaviðræður um meirihlutasamstarf ganga vel í sveitarfélögunum þremur á Norðurlandi vestra þar sem á annað borð þarf að mynda meirihluta. Þar eru í öllum tilfellum Framsóknarflokkur og Sjálfstæðismenn sem ræða samstarf auk óháðra þar sem það á við.
Meira

Endurtalning atkvæða í Húnaþingi vestra

Kjörstjórn Húnaþings vestra kom saman í gær í tilefni af erindi N-listans sem farið hefur fram á endurtalningu atkvæða vegna þess hve litlu munaði á atkvæðafjölda á sjöunda manni inn í sveitarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru laugardaginn 14. maí sl.
Meira

Rostungurinn á Hvammstanga

Fréttatilkynning frá Selasetri Íslands og Náttúruminjasafni Íslands
Meira

Kynning á sjálfsævisögu Bíbíar

Fram kemur í húnahorninu að á mánudaginn 30. maí klukkan 17 fer fram kynning í Félagsheimilinu á Blönduósi á rannsóknaverkefninu og sjálfsævisögunni Bíbí í Berlín.
Meira

Boltinn féll ekki fyrir Stólana í kvöld og Valsmenn tóku titilinn | UPPFÆRT

Það er ekki laust við að það hafi verið nokkur þreytubragur á liðum Vals og Tindastóls þegar þau áttust við í hreinum úrslitaleik í Origo-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi lengstum, Stólarnir flugu úr startholunum en síðan fóru skotin að geiga og Valsmenn, með Hjálmar Stefánsson í ofurformi, komust inn í leikinn. Jafnt var í hálfleik, 36-36, en í síðari hálfleik fór sóknarleikur beggja liða að hökta verulega og lítið skorað. Einu stigi munaði fyrir lokafjórðunginn en þá var eins og orkan væri meiri í heimaliðinu sem náði yfirhöndinni og náði í sigurinn. Lokatölur 73-60 og til hamingju Valsmenn!
Meira

Upp á topp með Tindastól! - Létt upphitun með stuðningsmannasöngvum.

Það er ekki laust við að spenningur sé allsráðandi hjá körfuboltaunnendum í dag þar sem úrslitaleikur Subway deildarinnar fer fram í Origo-höllinni á Hlíðarenda í Reykjavík fyrir sunnan. Varla þarf að minna á að þarna takast á lið Tindastóls og Vals í körfuboltanum og fer sigurliðið heim með Íslandsmeistarabikarinn. Af því tilefni dustum við rykið af þekktum stuðningsmannalögum Stólanna.
Meira