V-Húnavatnssýsla

Aktu varlega! Mamma og pabbi vinna hér

Vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, mun standa yfir í sumar. Af því tilefni var ritað undir viljayfirlýsingu þess efnis og kynnt til leiks eftirtektarverð skilti á morgunverðarfundi um öryggi starfsfólks við vegavinnu sem Vegagerðin stóð fyrir þriðjudaginn 7. júní 2022.
Meira

Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar um öryggi starfsfólks við vegavinnu.

Vegagerðin stendur fyrir morgunverðarfundi um öryggi starfsfólks við vegavinnu þriðjudaginn 7. júní 2022 klukkan 9.00 í húsakynnum Vegagerðarinnar að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Flutt verða nokkur áhugaverð erindi en fundinum lýkur með kynningu og undirritun samkomulags um vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér.
Meira

Eyjapiltar höfðu betur á Blönduósi

Fyrsti leikurinn á Blönduósvelli þetta sumarið fór fram í gær þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti KFS úr Vestmannaeyjum. Lið Eyjapilta reyndist Tindastólsmönnum erfitt viðureignar í 3. deildinni í fyrra og það fór svo að Húnvetningar lentu sömuleiðis í basli með vel spilandi gestina og máttu þola tap, lokatölur 1-2.
Meira

Prjónaðar brúður vekja mikla lukku

Nokkrar góðar konur sem eru íbúar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga og konur sem eru í dagvistun gerðu sér lítið fyrir og prjónuðu brúður.
Meira

Tíminn er takmörkuð auðlind!

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu.
Meira

Karlakórinn Heimir á Blönduósi í kvöld

Heimismenn stefna á Blönduós í kvöld, fimmtudaginn 2. júní, og halda tónleika í Blönduóskirkju kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Väljaots.
Meira

Ásgeir Trausti er fínn með morgunkaffinu / ÓLAFUR RÚNARS

Að þessu sinni tekur Tón-lystin hús á Ólafi Rúnarssyni sem er árgerð 1970. Hann er innfæddur Garðbæingur en býr nú á Hvammstanga og kennir þar við Tónlistarskóla Húnaþings vestra en að auki kennir hann líka við Auðarskóla í Dölum. Ólafur segir að pabbi hans eigi rætur að rekja á Refsstaði í Laxárdal sem og Björnólfsstaði í Langadal og Litlu-Ásgeirsá í Þorkelshólshreppi sem nú er í Húnaþingi vestra.
Meira

Skýrslu um blóðtöku úr fylfullum hryssum skilað til matvælaráðherra

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, skipaði í lok árs 2021 til að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf í kringum blóðtöku úr fylfullum hryssum hefur skilað skýrslu sinni. Í skýrslunni er rýnt í umfang starfseminnar, eftirlit, dýravelferð, löggjöf, sjónarmið hagaðila og tillögur settar um framhaldið.
Meira

Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa!

Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig. Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi. Fjölmörg sveitarfélög hafa nú þegar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi sem skilar sér í betri ákvörðunum og betri nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa á.
Meira

Styrkjum úthlutað úr atvinnumálum kvenna - Verkefni á Norðurlandi vestra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna og fengu 42 verkefni styrki samtals að fjárhæð 40.000.000 kr. Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað frá árinu 1991 og eru þeir ætlaðir frumkvöðlakonum eða fyrirtækjum í þeirra eigu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
Meira