V-Húnavatnssýsla

Uppfærðar sóttvarnarreglur hjá HSN 23. júní 2022

Grímuskylda er hjá skjólstæðingum með einkenni öndunarfærasýkinga eða grun um Covid. Hvetjum eldri skjólstæðinga og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma að bera grímu við komu á heilsugæslu.
Meira

Umsóknarfrestur um styrk úr Húnasjóði

Húnaþing vestra auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Húnasjóði vegna ársins 2022 og er sótt um með rafrænum hætti á vef sveitarfélagsins. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 8. júlí næstkomandi. Úthlutunarreglur sjóðsins má einnig finna á vef Húnaþings vestra.
Meira

Fjöll gránuðu í nótt á Norðurlandi

Ekki fylgja hlýindi björtustu dögum ársins á Norðurlandi en svo vildi til að í fjöll snjóaði í nótt, a.m.k. í Skagafirði. Áframhaldandi kuldi er í kortunum framundan og væta af og til en upp úr helgi má búast við að úr rætist með hita yfir tíu stigunum.
Meira

Bjúgu og fiskibollur :: Leiðari Feykis

Svo segir í frétt á RÚV fyrir helgi að viðbúið sé að fólk fari að leita í ódýrari matvöru, eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós, vegna hækkandi verðbólgu en verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt við enn frekari verðhækkunum. Þetta eru einhver svakalegustu tíðindi sem ég hef heyrt í langan tíma.
Meira

Stjórn SSNV skorar á stjórnvöld að bregðast við slæmri stöðu sauðfjárræktar í landshlutanum

Á heimasíðu SSNV er birt ítarleg bókun stjórnar samtakanna um alvarlega stöðu sauðfjárræktar í landshlutanum en nýverið kom út skýrsla um stöðu greinarinnar á Íslandi sem Byggðastofnun vann fyrir innviðaráðuneytið. Í henni er dregin upp afar dökk mynd af stöðu og framtíðarhorfum sauðfjárræktar á Íslandi, segir í færslu SSNV.
Meira

Tólf knapar af Norðurlandi vestra með keppnisrétt íþróttahluta Landsmóts :: Uppfært

Á heimasíðu Landsambands hestamanna hefur stöðulistar verið birtir fyrir þá sem unnið hafa sér rétt til að taka þátt í íþróttahluta Landsmóts 2022 sem fram fer á Hellu dagana 3. - 10. júlí en nú mun í fyrsta skipti boðið upp á íþróttakeppnisgreinar á landsmóti, til viðbótar Tölti T1. Tíu knapa af Norðurlandi vestra má finna á listunum og er kvenfólkið mest áberandi.
Meira

Grunnskóli Bolungarvíkur bar sigur úr býtum í landskeppni Grænna Frumkvöðla Framtíðar 2022

Í lok maí fór fram Landskeppni MAKEathons, nýsköpunarkeppni Grænna Frumkvöðla Framtíðar. Þar kepptu skólarnir þrír, Nesskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur og Árskóli, til úrslita. Hver skóli sendi inn myndband þar sem þeir útskýrðu sínar lausnir á umhverfisáskorunum í sinni heimabyggð.
Meira

Þingfundir vetrarins urðu 94 og stóðu í rúma 550 tíma

Þingfundum 152. löggjafarþings var frestað sl. fimmtudag en þá hafði þingið verið að störfum frá 23. nóvember til 28. desember á seinasta ári og frá 17. janúar til 16. júní. Hér fyrir neðan má sjá tölfræðilegar upplýsingar um löggjafarþingið sem sendar voru fjölmiðlum í morgun frá skrifstofu Alþingis.
Meira

Vígslubiskup á Hólum

Hólar í Hjaltadal er okkur Norðlendingum helgur staður að fornu og nýju. Kirkju og skólasagan, náttúran og veðursældin hafa markað umgjörð sem lætur þá ekki ósnortna sem annaðhvort hafa búið þar eða kynnt sér til hlítar hve djúpt rætur menningar og þekkingar liggja á Hólum. Og enn er sáð til þeirrar uppskeru.
Meira

Að flytja í fámennið :: Áskorandapenni Ólína Sófusdóttir Laugarbakka

Það er sérstök tilfinning fyrir fólk að taka ákvörðun um að flytja frá öllu sem því er kært og það þekkir vel og vita ekki hvað bíður þess á áfangastað. Fyrir okkur var stórt skref tekið þegar við hjónin fluttum fyrir margt löngu frá Egilsstöðum til Noregs. Okkur leið mjög vel í Noregi, en vorum án fjölskyldunnar, sem öll var búsett áfram á Íslandi.
Meira