B- og D-listi bættu á sig við endurtalningu í Húnaþingi vestra

Að ósk N listans kom kjörstjórn Húnaþings vestra saman, ásamt talningarmönnum og umboðsmönnum framboðlistanna, í gærkvöldi og endurtaldi atkvæði sveitarstjórnarkosninganna 14. maí 2022. Einungis munaði tveimur atkvæðum á N-lista og D-lista eftir talningu á kjördag en við endurtalningu fór sitthvort vafaatkæðið til B- og D-lista.

Niðurstaða talningarinnar er eftirfarandi:
B listi Framsóknar og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra 217 atkvæði.
D listi Sjálfstæðismanna og óháðra 196 atkvæði.
N listi Nýs afls í Húnaþingi vestra 214 atkvæði.

Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að við endurtalningu hafi komið upp tvö frávik frá fyrri talningu þar sem tvö áður ógild atkvæði voru talin gild. Breytingin hefur ekki áhrif á niðurröðun fulltrúa þar sem fyrrnefnd atkvæðin fóru annars vegar til B listi og hins vegar til D lista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir