V-Húnavatnssýsla

Ívilnanir Menntasjóðs vegna skorts á sérmenntuðu fólki

Víða um land hefur verið erfitt að manna ákveðnar starfsstéttir, starfsstéttir sem nauðsynlegar eru til að halda uppi ákveðinni grunnþjónustu við íbúa samfélagsins. Ákall er víða á landsbyggðinni eftir heilbrigðismenntuðu fólki, læknum og hjúkrunarfræðingum, sérfræðingum í geðheilsuteymin og sem og sérfræðingum á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
Meira

Prjónagleðin framundan

Kæru prjónarar, ferðaþjónustuaðilar og hugmyndaríku íbúar á Norðurlandi vestra. Helgina 10. - 12. júní nk. stendur fyrir dyrum viðburður á Blönduósi, haldinn af Textílmiðstöð Íslands sem heitir Prjónagleði. Prjónagleðin er hátíð sem hefur ansi áhugaverðan og litríkan markhóp og má kannski kalla hana uppskeruhátíð prjónanördanna.
Meira

Uppbygging teyma heilbrigðisstarfsfólks

Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn Bjarna Jónssonar frá 5. apríl síðastliðnum um skort á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni.
Meira

Hilmar Rafn fékk að spreyta sig í lokaleik Venezia

Mbl.is segir frá því að Hilm­ir Rafn Mika­els­son, 18 ára guttinn frá Hvammstanga, hafi í gærkvöldi fengið tæki­færi með liði Venezia í lokaum­ferð ít­ölsku A-deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu. Feykir sagði frá því í ágúst síðastliðnum að Hilm­ir Rafn hafi gengið til liðs við Venezia frá Fjölni í Grafar­vogi eft­ir að hafa spilað með Fjölni í Lengjudeildinni sumarið 2021.
Meira

Minningargjöf um Sigrúnu Kristínu Þórðardóttur

Sunnudaginn 1. maí komu félagar í hestamannafélaginu Þyt saman við reiðhöllina á Hvammstanga til að taka á móti skilti til merkingar á höllinni. Það voru spilafélagar Sigrúnar Kristínar Þórðardóttur sem gáfu skiltið til minningar um Sigrúnu sem lést þann 8. apríl 2019. Sigrún var formaður Þyts þegar höllin var byggð og var hún aðal hvatamaður að byggingu hennar.
Meira

Þú getur sýnt Kraft í verki

Nú stendur yfir fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja ný Lífið er núna armbönd, fá fólk til að koma saman og sýna samstöðu með því að perla armbönd og sýna almenningi inn í reynsluheim félagsmanna Krafts og þeim áskorunum sem verða á vegi þeirra.
Meira

Einn dagur af Sæluviku :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 3. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég var 2 vetur til heimilis á Sjávarborg í Skagafirði og þar heyrði ég mikið talað um „Sæluviku Skagfirðinga“, sem haldin er í tengslum við sýslunefndarfund. Er þá oft mannmargt á Sauðárkróki og alltaf hægt að velja um skemmtanir, sem eru seinni part dagsins. Það er til dæmis karlakórssöngur, sjónleikur, umræðufundir og alltaf dans á eftir.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar vann öruggan sigur á ókátum Káramönnum

Lið Kormáks/Hvatar tók á móti Skagamönnum í liði Kára á Sauðárkróksvelli í dag í 3. deild karla í knattspyrnu. Liðin voru bæði í efri hluta deildarinnar fyrir leik en það varð fljótt ljóst að Skagamennirnir voru eitthvað pirraðir og voru farnir að segja dómara og aðstoðarmönnum hans til strax í byrjun. Það endaði með því að þeir bæði töpuðu leiknum og hausnum en lið Hínvetninga sýndi og sannaði að það á góða möguleika á að koma á óvart í 3. deildinni í sumar. Lokatölur 3-0 og úrslitin í heildina sanngjörn.
Meira

Hvað er það versta sem getur gerst? :: Áskorandi Helga Guðrún Hinriksdóttir

Það hefur pottþétt margoft verið skrifað um þetta viðfangsefni. Pottþétt. Og ábyggilega áður hér í Feyki. Ég held samt að það sé ekki hægt að skrifa eða fjalla of oft um þetta. Um hvað þá? Jú, að gera það sem mann langar til. Að fara út fyrir rammann. Takast á við krefjandi verkefni. Njóta.
Meira

Arnar og Sigurður Gunnar í liði ársins og Baldur Þór valinn þjálfari ársins

Körfuknattleikstímabilinu lauk sem kunnugt er síðastliðið miðvikudagskvöld þegar Valur hafði betur í oddaleik gegn liði Tindastóls eftir hreint magnaða úrslitaseríu. Nú í hádeginu fór verðlaunahátíð KKÍ fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og þar voru þeir leikmenn sem þóttu skara fram úr heiðraðir sem og þjálfarar. Tveir leikmanna Tindastóls voru valdir í úrvalslið Subway deildar karla, þeir Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var valinn þjálfari ársins.
Meira