V-Húnavatnssýsla

Sönn vinátta hunds og andarunga :: Ný bók sem byggir á ótrúlegri sögu frá Hvammstanga

Með vindinum liggur leiðin heim er ný bók sem kom út núna fyrir jólin og tengist á vissan hátt lífinu á Norðurlandi vestra en um er að ræða barnabók um vináttu hunds og andarunga og byggir á sannri sögu frá Hvammstanga. Þar tók fjölskylda að sér móðurlausan andarunga og kom honum á legg.
Meira

Framúrskarandi verkefni 2022

SSNV kallar eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2022. Þetta er í fjórða sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í janúar 2023.
Meira

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Þar hefur sú samstaða sem hefur ríkt meðal norðlenskra ferðaþjónustu fyrirtækja skipt miklu máli. Samstaðan og slagkrafturinn hefur einnig skilað því að næsta sumar munu fjögur flugfélög bjóða upp á millilandaflug til Akureyrar. Þar býr að baki mikil vinna við markaðssetningu áfangastaðarins og ferðaþjónustunnar, og áherslan er sem áður á að efla ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugrein.
Meira

Dagbók Drekagyðjunnar - Útgáfupartý í Listakoti Dóru

Næstkomandi sunnudag, þann 18. desember, verður haldið útgáfupartý í Listakoti Dóru Vatnsdalshólum í tilefni þess að Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir er að gefa út sína fyrstu bók Dagbók Drekagyðjunnar. Höfundurinn verður á staðnum og áritar bókina ef fólk vill og lesið verður partur úr sögunni um klukkan 15.
Meira

Harmonikufélagið Grettir stofnað í Húnaþingi vestra

Stofnfundur nýs félags Harmonikufélagsins Grettis var haldinn í VSP húsinu á Hvammstanga 15. desember. Tilgangur félagsins er að kynna almenningi harmonikutónlist og gömlu dansana og efla tónlistarlíf á þessu sviði.
Meira

Tónleikar Jólahúna með kærleika og samstöðu að leiðarljósi

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Jólahúna-tónleika þetta árið sem verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga föstudagskvöldið 16. desember kl. 20:00 og í Blönduóskirkju sunnudaginn 18. desember kl. 17:00. „Um 60 manns koma að Jólahúnum þetta árið og eigum við von á frábærum tónleikum á báðum stöðum,“ sagði Elvar Logi Friðriksson, einn forsprakka Jólahúna, þegar Feykir leitaði frétta.
Meira

Kveðja á aðventu

Eitt af mínum eftirlætis jólalögum er Hin fyrstu jól, lag Ingibjargar Þorbergs við kvæði Kristjáns frá Djúpalæk. Kannski er ástæðan fyrir dálæti mínu á þessu lagi sú að það færir fæðingu Krists svo nærri lífi mínu sem stráks í sveitinni. Lágstemmd lýsing og næstum hversdagsleg.
Meira

Verðlaunahafar jólamyndagátu - Fimm heppin fá bókavinninga

Dregið hefur verið úr réttum lausnum í myndagátunni sem birtist í JólaFeyki. Líklega hefur gátan eitthvað þvælst fyrir fólki þar sem heldur færri lausnir bárust en undanfarin ár en var ágæt þrátt fyrir það.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Nú fer hver að verða síðastur að senda inn tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra en líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með þær. Frestur til að senda inn ábendingar er á miðnætti á morgun.
Meira

Mars Baldurs er Ungskáld Akureyrar 2022

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2022 voru kunngjörð á Amtsbókasafninu á Akureyri í síðustu viku. Alls bárust 57 verk í keppnina frá 27 þátttakendum og fyrstu verðlaun hlaut Mars Baldurs fyrir verkið Þágufallssýki. Frá þessu segir m.a. á heimasíðu Grunnskóla og tónlistarskóla Húnaþings vestra en Mars er fyrrum nemandi skólans en nemur nú við VMA á Akureyri.
Meira