V-Húnavatnssýsla

„Þórsarar voru ekkert að fara að leggjast niður og gefast upp," segir Helgi Freyr eftir nauman sigur Tindastóls gegn Þór Þorlákshöfn

„Eftir mjög erfitt tap í síðasta leik var liðið ákveðið í að koma til baka og sækja sigur í Síkinu,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, einn þjálfara Tindastóls, eftir leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöldi. Þrátt fyrir að heimamenn hafi komið sér í ákjósanlega stöðu strax eftir fyrsta leikhluta þar sem Stólar leiddu með 30 stigum gegn 12.
Meira

Stefnt á að reisa styttu af Vatnsenda-Rósu

Stjórn Menningarfélag Húnaþings vestra útskýrir á heimasíðu sinni stóra verkefni félagsins næstu árin en það er að koma upp styttu af Vatnsenda-Rósu á Hvammstanga. Önnur verkefni sem komið verði að hafa það að markmiði að vera fjáröflun fyrir styttuna, eða styðja almennt við framgang menningarstarfs í sveitarfélaginu.
Meira

Rithöfundarnir Guðni, Hjálmar og Sigmundur Ernir í Kakalaskála á sunnudag

Búast má við því að öllum skammdegisdrunga verði ýtt til hliðar næstkomandi sunnudag, 11. desember, þegar þeir Guðni Ágústsson, Hjálmar Jónsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson segja frá og lesa upp úr bókum sínum í Kakalaskála klukkan 15 að staðartíma. Í upphafi mun Geimundur Valtýsson þenja nikkuna en í samskonar samsæti í fyrra fékk hann að gjöf forláta glæsihryssu, Sóley, fyrir að hafa skemmt landi og þjóð í áratugi.
Meira

Uppselt á Jólin heima

Samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum Jólin heima er uppselt á tónleikana sem fram fara í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð næstkomandi laugardag. En það er enn smá von að fá miða með því að taka þátt í Facebookleik með Feyki.
Meira

Dalbæingar spá áframhaldandi rólegheitaveðri

Þann 6. desember hélt veðurklúbbur Dalbæjar sinn mánaðarlega fund sem að þessu sinni var fámennur þar sem til hans var boðað án fyrirvara af óviðráðanlegum ástæðum, eins og segir í skeyti spámanna til fjölmiðla. Það ber helst til tíðinda að Veðurklúbburinn er kominn á Facebook.
Meira

Opið hús í TextílLabinu á Blönduósi

Næstu helgi 10. og 11. desember verður opið hús í TextílLabinu Textílmiðstöðvarinnar á Þverbraut 1 á Blönduósi þar sem boðið verður upp á námskeið.
Meira

Fjölgar í öllum landshlutum

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum frá 1. desember 2021 til 1. desember 2022 og samtals fjölgaði íbúum á landinu öllu um 11.319 á sama tíma sem er um 3,4%. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 6,6% sem er fjölgun um 1.927 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 4,3% á tímabilinu eða um 1.406 íbúa. Á Norðurland vestra fjölgaði um 28 manns.
Meira

77 umsóknir fengu brautargengi Uppbyggingarsjóðs

Alls bárust 98 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir næsta ár þar sem óskað var eftir 180 milljónum króna, en til úthlutunar úr sjóðnum að þessu sinni er rúm 81 milljón króna.
Meira

Silli kokkur og Elsa Blöndal eiga heitasta matarvagn landsins

Óhætt er að fullyrða að Silli kokkur bjóði upp á bestu borgara álfunnar en þeir hafa slegið í gegn í keppnum um besta götubitann bæði hérlendis sem erlendis. Skagfirðingar hafa reglulega fengið tækifæri til að nálgast hnossgætið þegar Silli mætir með matarvagninn á planið fyrir utan verkstæði Gylfa Ingimars og dásama undantekningarlaust það sem ratar í belginn. Feykir forvitnaðist um Silla kokk, besta borgarann og tengingu hans við Skagafjörð.
Meira

Níu verkefni klára Vaxtarrými Norðanáttar

Níu nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að. Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall með fókus á sjálfbærni, rammað inn af þemanu „mat, orka, vatn“, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Meira