V-Húnavatnssýsla

Verkís tekur virkan þátt í Starfamessu SSNV

Í janúar 2020 opnaði Verkís starfsstöð á Faxatorgi á Sauðárkróki. Byggingafræðingurinn Magnús Ingvarsson var eini starfsmaðurinn til að byrja með er nú, tæplega þremur árum síðar, eru fimm starfsmenn Verkís með aðstöðu á skrifstofunni og verkefnin hafa verið mörg og fjölbreytt. Fjölgunin hefur farið fram úr björtustu vonum og ljóst að Sauðárkrókur hefur mikið aðdráttarafl. Starfsstöðin á Sauðárkróki heyrir undir útibú Verkís á Norðurlandi sem staðsett er á Akureyri.
Meira

Selasetur Íslands endurnýjar samkomulagið við Hafrannsóknarstofnun

Selasetur Íslands og Hafrannsóknarstofnun, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna endurnýjuðu samstarfssamning sinn í lok október 2022. Samkomulagið kveður á um eflingu á rannsóknum á selum við Ísland á starfsstöðinni á Hvammstanga. Þá sérstaklega vöktun á stofnstærð útsels og landsels.
Meira

Myrkurgæði – nýsköpun í ferðaþjónustu :: Vísindi og grautur

Fimmtudagurinn 24. nóvember verður haldinn fyrirlestur á netinu í fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur – þrjú korter af vísindum, þar sem því er velt upp hvort, og þá hvernig ferðaþjónustan geti nýtt sér myrkurgæði til að skapa nýja ferðavöru.
Meira

Stóllinn kominn á netið

Kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllnum, var dreift í hús á Króknum í vikunni og hægt er að nálgast blaðið á nokkrum útvöldum stöðum í Skagafirði. Nú er búið að skella því á netið og hægt að lesa blaðið eða skoða myndirnar með því að smella á Stólinn hér á forsíðu Feykis.is.
Meira

Stefnum á Norðurland - ráðstefna um fjárfestingar og uppbyggingu

Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin fimmtudaginn 24. nóvember í Hofi á Akureyri, frá 13-15:30. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll.
Meira

Takk fyrir mig! :: Leiðari Feykis

„Ég geri sko ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn,“ segir hinn lúðalegi Axel við vinkonu sína í hinni frægu kvikmynd Óskars Jónassonar Sódóma Reykjavík. Þetta hugarfar þekkja margir úr sínu nærumhverfi og hefur verið þekkt svo lengi sem elstu menn muna og verður líklega til meðan þeir yngstu tóra.
Meira

Bjarmanes – Menningarmiðja Norðurlands, Skagaströnd

Næstkomandi föstudag opnar Bjarmanes menningar-og samveruhús á Hólanesvegi, Skagaströnd. Að stofnun Menningarmiðju Norðurlands, sem rekur Bjarmanes: menningar- og samveruhús, standa vinkonurnar G. Eva Guðbjartsdóttir og Erla María Lárusdóttir sem búsettar eru á Skagaströnd. Þeim fannst vanta vettvang þar sem hægt væri að ýta undir menningu, listir og samveru á Skagaströnd og ákváðu að taka málin í eigin hendur.
Meira

Tvær stúlkur úr Skagafirði í U-21 í hestaíþróttum

Þær Björg Ingólfsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir úr hestamannafélaginu Skagfirðingi hafa verið valdar í U21-landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum en skrifað var undir samninga í gærmorgun í höfuðstöðvum Landssambands hestamannafélaga í Laugardalnum. Tvær skagfirskar hestakonur eru þar á meðal tíu annarra knapa en stórt tímabil er framundan á HM ári.
Meira

Nýjasti Stóllinn kominn í dreifingu

Stóllinn, kynningarblað körfuknattleiksdeildar Tindastóls fyrir tímabilið 2022-2023, er komið út og verður dreift í öll hús á Sauðárkróki í dag. Venju samkvæmt er blaðið fullt af viðtölum og upplýsingum um körfuboltavertíðina, kynning á leikmönnum og leikjum meistaraflokka o.s.frv. Þetta er í fjórða sinn sem Stóllinn er gefinn út en þess má þó geta að sérstakur Bikar-Stóll fór á netið snemma árs 2020 þegar lið Tindastóls komst í undanúrslit bikarkeppninnar.
Meira

Dagur íslenskrar tungu - Jónas Hallgrímsson 1807-1845 :: 215 ára fæðingarafmæli skáldsins að norðan

In aquilonem nocturnum eða Í norðanvindi að næturlagi Þegi þú vindur! Þú kunnir aldregi hófs á hvers manns hag, langar eru nætur þars þú hinn leiðsvali þýtur í þakstráum.
Meira