V-Húnavatnssýsla

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Sjö tilnefningar bárust sem teknar voru til greina í kjörið.
Meira

Hermenn Úkraínu klæðast íslenskum ullarvörum

Flugvélafarmur af hlýjum vetrarfatnaði er kominn í notkun úkraínskra hermanna á vígstöðvunum, segir í skeyti frá utanríkisráðuneytinu. Kanadísk herflugvél flutti varninginn frá Íslandi þann 12. desember sl. og í gær fékk utanríkisráðuneytið sent myndband frá úkraínska hernum sem sýnir þegar farmurinn var tekinn í notkun á vígstöðvunum.
Meira

Hátt í 15 þúsund tekið þátt í námskeiðum síðustu tvo áratugi - 30 ára afmæli Farskólans

Farskólinn -miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra fagnaði 30 ára afmæli sínu sl. föstudag en þann 9. desember 1992 var stofnfundur Farskólans haldinn. Skólanum var ætlað að annast hvers konar fræðslustarf í kjördæminu og átti starfsemi skólans að miðast við að auka starfshæfni og vellíðan, eins og segir í stofnskránni. Kraftmikil starfsemi er enn í Farskólanum og fjöldi nemenda sem sækja hvers kyns námskeið sem í boði eru. Bryndís Kristín Þráinsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Farskólans síðan 2003 og sendi Feykir henni spurningar í tilefni tímamótanna og byrjaði á því að forvitnast um starfsemi Farskólans, tilurð og tilgang.
Meira

Ekki hringja í Neyðarlínuna til að fá upplýsingar um veður og færð

Mikið álag er á upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777, segir í tilkynningu frá stofnuninni, svo mikið að þegar fólk nær ekki í gegn bregður það á það ráð að hringa í Neyðarlínuna 112. Þar eru allar línur tepptar af fólki að spyrja um færð, veður og lokanir vega.
Meira

Heimþrá :: Áskorandapenni Aron Stefán Ólafsson frá Reykjum í Hrútafirði

Í Borgarnesi, á heimleið barst mér símskeyti frá Ingu á Kollsá. „Má ég senda á þig áskorendapennann í Feyki?“ Leyfðu mér að hugsa… maðurinn sem kann ekki að segja nei, segir að sjálfsögðu já. Hvað getur brottfluttur Húnvetningur, sem lifir í grámyglulegum hversdagsleika Reykjavíkur svo sem skrifað um, jú, auðvitað sveitina sína.
Meira

Acai áfram í Kormáki Hvöt

Jólin eru tími gleði og gjafa, svo það er með mikilli ánægju að segja frá því að miðvörðurinn mikilvægi Acai Nauzet Elvira Rodriguez hefur ákveðið að framlengja samning sinn við Kormák Hvöt út leiktímabilið 2023, segir í tilkynningu frá meistaraflokksráði liðsins.
Meira

195 hjónabönd í síðasta mánuði en 118 skilnaðir

Af þeim 561 hjúskaparstofnunar sem skráð voru til Þjóðskrá í ágústmánuði gengu 132 í hjúskap hjá sýslumanni eða 23,5%, 257 giftingar fóru fram í Þjóðkirkjunni eða 45,8% og 126 í öðru trú- eða lífsskoðunarfélagi eða 22,5%, segir á heimasíðu Þjóðskrár. Þá gengu 46 einstaklingar í hjúskap erlendis.
Meira

Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum á yfirstandandi löggjafaþingi

Þingmenn eru nú komnir í jólafrí en þingfundum 153. löggjafarþings var frestað sl. föstudag, 16. desember. Þingið var að störfum frá 13. september til 16. desember 2022 og hér að neðan má sjá tölfræðilegar upplýsingar um 153. löggjafarþing, fram að jólahléi.
Meira

Bílvelta í Víðidal og lögreglan varar við hálku

Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að í morgun varð bílvelta á Norðurlandsvegi, við Lækjamót í Víðdal. Tveir voru í bifreiðinni og vitað er að annar aðilanna er alvarlega slasaður. Tveir sjúkrabílar og tækjabíll komu á vettvang ásamt lögreglu og þá var þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út til að flytja aðilana á Landspítalann við Fossvog til frekari aðhlynningar.
Meira

Sagan af Gulla gullfisk kom Einari á bragðið með litteratúr

Nú bankar Bók-haldið upp á hjá sagnameistaranum Einari Kárasyni í Barmahlíðinni í Reykjavík. Einar er fæddur árið 1955, kvæntur og faðir fjögurra dætra. Þegar Feyki ber að stafrænum garði og spyr hvað sé í deiglunni þá segist hann vera að skrifa eitthvað. Nýjasta bók hans, Opið haf, byggir á sögu Guðlaugs Friðþórssonar sem synti sex kílómetra úr sökkvandi skipi til Vestmannaeyja um miðjan vetur. Saga af bráðum lífsháska og sterkum lífsvilja, eins og segir í kynningu.
Meira