V-Húnavatnssýsla

Sex af Norðurlandi vestra í æfingahópi yngri landsliða KKÍ

KKÍ hefur ráðið þjálfara yngri liða Íslands fyrir komandi verkefni í sumar og munu þau öll taka þátt í verkefnum drengja og stúlkna líkt og síðasta sumar. Þá hefur NM U20 liða verið bætt við í samstarfi Norðurlandanna líkt og hefur verið með U16 og U18 liðin á undanförnum árum. Fimm hafa verið boðuð til æfinga úr röðum Tindastóls og ein frá Kormáki.
Meira

Húsfreyjur á Vatnsnesi láta gott af sér leiða

Stjórn Húsfreyjanna á Vatnsnesi sem er kvenfélag á vestanverðu Vatnsnesi afhenti nýlega Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga að gjöf klakavél og fjögur kúruteppi sem eru merkt stofnuninni.
Meira

Höfðingleg gjöf til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Sagt er frá því á heimasíðu Húnaþings vestra að Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka hafi komið á fund stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra í gær og fært sjóðnum að gjöf kr. 650.000 en hún hefur unnið að gerð bútasaumsteppa undanfarin ár sem hafa verið afar vinsæl bæði innan og utan héraðs.
Meira

Byggðastofnun og Háskólinn á Hólum í samstarf

Föstudaginn 9. nóvember var skrifað undir samkomulag milli Byggðastofnunar og Háskólans á Hólum um samstarf sem einkum er ætlað að stuðla að auknu samtali og samstarfi í atvinnu- og byggðaþróun.
Meira

Heim að Hólum á aðventu – opinn dagur er einmitt í dag!

Nú á hádegi hófst opinn dagur hjá Háskólanm á Hólum og stendur dagskráin til kl. 17 í dag. Opið er fyrir gesti í aðalbyggingu skólans til kl. 15 en dagkráin er fjölbreytt og ættu allir að geta átt góða stund í Hjaltadalnum fallega. Má nefna jólatréssölu, sögugöngu, kynningar og jólsýningu hestafræðinnema sem hefst kl. 14:30.
Meira

Fjárlög 2023 – Sterk staða ríkissjóðs sem þarf að verja

Það er fastur liður í aðventudagskrá Alþingis að fjalla um og samþykkja fjárlög fyrir komandi ár. Í upphafi kjörtímabils voru krefjandi tímar fram undan, heimsfaraldur stóð yfir og sama dag og takmörkunum var aflétt hér á landi réðust Rússar inn í Úkraínu. Þessir þættir hafa skapað óvissu bæði hér innanlands sem og í Evrópu. Eðli málsins samkvæmt er það ekki óeðlilegt í ástandi sem þessu að verðbólga og hækkun á aðföngum taki sér pláss í fjárlögum líkt og í heimilisrekstri landsmanna. Staðan í efnahagsmálum í Evrópu er erfiðari en lengi hefur verið.
Meira

Kormákur Hvöt endurnýjar samning sinn við Aco Pandurevic

Stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar hefur endurnýjað samning sinn við Aco Pandurevic og mun hann stýra skútunni sumarið 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni fyrr í kvöld.
Meira

Þrítugur Farskóli

Farskóli Norðurlands vestra fagnar 30 ára afmæli í dag en hann var stofnaður 9. desember 1992. Á Facebooksíðu skólans er greint frá því að stofnfundur Farskólans hafi verið haldinn á heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands þar sem Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans, hafi boðið fundarmenn velkomna og rakti aðdraganda fundarins.
Meira

„Þórsarar voru ekkert að fara að leggjast niður og gefast upp," segir Helgi Freyr eftir nauman sigur Tindastóls gegn Þór Þorlákshöfn

„Eftir mjög erfitt tap í síðasta leik var liðið ákveðið í að koma til baka og sækja sigur í Síkinu,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, einn þjálfara Tindastóls, eftir leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöldi. Þrátt fyrir að heimamenn hafi komið sér í ákjósanlega stöðu strax eftir fyrsta leikhluta þar sem Stólar leiddu með 30 stigum gegn 12.
Meira

Stefnt á að reisa styttu af Vatnsenda-Rósu

Stjórn Menningarfélag Húnaþings vestra útskýrir á heimasíðu sinni stóra verkefni félagsins næstu árin en það er að koma upp styttu af Vatnsenda-Rósu á Hvammstanga. Önnur verkefni sem komið verði að hafa það að markmiði að vera fjáröflun fyrir styttuna, eða styðja almennt við framgang menningarstarfs í sveitarfélaginu.
Meira