Dagbók Drekagyðjunnar - Útgáfupartý í Listakoti Dóru
Næstkomandi sunnudag, þann 18. desember, verður haldið útgáfupartý í Listakoti Dóru Vatnsdalshólum í tilefni þess að Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir er að gefa út sína fyrstu bók Dagbók Drekagyðjunnar. Höfundurinn verður á staðnum og áritar bókina ef fólk vill og lesið verður partur úr sögunni um klukkan 15.
Húsið verður opnað klukkan 14 og opið til klukkan 18. Guðrún er stúdent af myndlistabraut og í sýningarsal gallerýsins í Vatnsdalshólum er núna sýning eftir hana sem heitir Kynjaverur meðal vors, og efniviður hennar er tekið úr þjóðsögunum.
Dagbók Drekagyðjunnar fjallar um unga stúlku, Angelica White, sem lendir í því einn daginn að dragast inn í annan heim, sem er fullur af galdraverum. Til að komast heim þarf hún að finna manneskju sem hvarf fyrir fimmtíu árum. Þar á meðal finnur hún hálsmen sem dregur hana í margra alda stríð á milli ætta.
Allir velkomnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.