V-Húnavatnssýsla

Bindin fram í febrúar, landsátak um hálsbindi er hafið á ný

Á morgun 1. febrúar hefst landsátakið Bindin fram í febrúar í ellefta sinn á Íslandi. Átakið er hvatning til allra um að nota bindi í febrúarmánuði. Markmið átaksins er að auka fjölbreytta bindanotkun á Íslandi í leik og starfi og að vekja athygli á því að bindi er hægt að nota bæði við hversdagsleg og hátíðleg tækifæri óháð aldri, kyni og starfi.
Meira

Graflax en engin sósa

Í haust samdi SSNV við ráðgjafafyrirtæki Hjartar Smárasonar um gerð stöðugreiningar og stefnumótunar fyrir Norðurland vestra sem áfangastaðar. Hjörtur hefur um árabil unnið að verkefnum tengdum ímyndarmálum landssvæða og þróun ferðaþjónustu. Nú um ármótin lauk fyrsta hluta í stefnumótunarvinnunnar Kúrsinn stilltur og má finna skýrslu þar sem farið er yfir helstu niðurstöður Hjartar.
Meira

BioPol á Skagaströnd fær 64,8 milljóna styrk úr Rannsóknasjóði Rannís

Á heimasíðu Skagastrandar er sagt frá því að dr. Bettina Scholz starfsmaður BioPol á Skagaströnd hafi, ásamt samstarfsaðilum, hlotið 64,8 milljóna króna rannsóknastyrk frá Rannsóknasjóði Rannís. Rannsóknaverkefnið er til þriggja ára og dreifist því styrkupphæðin á árin 2023-2025.
Meira

Enn ein óveðurslægðin yfir landinu

Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir vegna veðurs í dag en vaxandi austanátt er í kortunum fyrir daginn og fer að snjóa sunnan til með frosti frá 0 til 12 stig. Austan 18-25 m/s síðdegis og víða snjókoma, en 23-28 syðst á landinu fram á kvöld með talsverðri ofankomu. Mun hægari vindur á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýnar heldur.
Meira

Súpur og naan brauð

Það er ekki langt síðan ég fór að kunna að meta súpur því þegar ég var yngri þá hataði ég þær. Kannski vegna þess að mér fannst súpur ekki vera matur heldur drykkir og heitir drykkir voru, að mínu mati, eitthvað ógeðslegt. En með tilkomu mexíkósku kjúklingasúpurnar fór ég að gefa þeim meiri séns og viti menn þetta er bara með því betra. Reyndar eru súpur í dag mikið matarmeiri en hér áður fyrr þegar boðið var upp á pakkasúpurnar eins og blómkáls- og broccolisúpur og ekki gleyma bugðunum sem voru með, jakk...
Meira

Lið Dodda málara fór með sigur af hólmi

Fyrirtækjamót meistaraflokks Kormáks Hvatar í innanhúsknattspyrnu fór fram í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í dag. Sex lið voru skráð til leiks en það voru GN hópbílar, KS Kjarni, Doddi málari, FNV, Maggi málari og Vegagerðin. Þegar upp var staðið reyndist lið Dodda málara á Sauðárkróki sigurvegari mótsins.
Meira

Nokkrar góðar með keilu

Eflaust eru einhverjir sem reka upp stór augu og hugsa… hvað er keila? En þetta er fisktegund sem maður heyrir ekki oft um og því um að gera að koma með nokkrar girnilegar uppskriftir sem innihalda þennan fisk. Keila hefur, því miður, orðið undir í samkeppninni við þorskinn og ýsuna en er mjög góður fiskur og auðvelt að nálgast hann í fiskbúðum. Keilan er löng, með sívalan bol og étur helst krabbadýr og annan smáfisk. Stærsta keilan sem veiðst hefur við Íslandsstrendur var 120 cm löng en fullvaxin er hún oftast um 40-75 cm og um 0,5-3 kg og getur orðið 40 ára gömul. (upplýsingar teknar af matis.is og audlindin.is)
Meira

Matvælaráðherra setur af stað átaksverkefni vegna brottkasts

Að beiðni Fiskistofu hefur Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, samþykkt styrk til að gera kerfisbundið mat á brottkasti á Íslandsmiðum. Hlutverk Fiskistofu er meðal annars að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjórnarráðsins.
Meira

Metfjöldi umsókna á Fjárfestahátíð á Siglufirði

Þrjátíu verkefni sóttu um á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram þann 29. mars næstkomandi en umsóknarfrestur rann nú um miðjan janúar. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt heldur slíka hátíð á Siglufirði og verður tilkynnt 15. febrúar nk. hvaða sprota- og vaxtarfyrirtæki munu stíga á stokk fyrir fullum sal fjárfesta í mars.
Meira

Endurmat á losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlandi

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræðslunni að endurmeta losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlandi í losunarbókhaldi Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjórnarráðsins.
Meira