Opið fyrir ábendingar um nýja jafnréttisáætlun Húnaþings vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
17.08.2023
kl. 09.16
Byggðarráð Húnaþings vestra hefur nú sett fyrstu drög að nýrri jafnréttisáætlun sveitarfélagsins í opið samráð á heimasíðu þess.
Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að senda inn ábendingar og athugasemdir fyrir 29. ágúst nk.
Samkvæmt 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála skulu sveitarstjórnir sjá til þess að sveitarfélagið setji sér áætlun um jafnréttismál. Áætlunin skal lögð fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn, hún rædd árlega og endurskoðuð eftir þörfum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.