N4 óskar eftir gjaldþrotaskiptum eftir 15 ára hark
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.02.2023
kl. 20.17
N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. N4 hefur haldið úti metnaðarfullri sjónvarpsdagskrá með landsbyggðina í fyrirrúmi í 15 ár, gefið út dagskrárblað auk þess sem um tíma var gefið út blað sem byggði á efni stöðvarinnar. Króksarinn María Björk Ingvadóttir hefur verið í forsvari fyrir N4 síðustu árin og barist ötullega fyrir viðgangi stöðvarinnar en þar hafa nokkrir sprækir Skagfirðingar til viðbótar látið ljós sitt skína.
Meira