V-Húnavatnssýsla

N4 óskar eftir gjaldþrotaskiptum eftir 15 ára hark

N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. N4 hefur haldið úti metnaðarfullri sjónvarpsdagskrá með landsbyggðina í fyrirrúmi í 15 ár, gefið út dagskrárblað auk þess sem um tíma var gefið út blað sem byggði á efni stöðvarinnar. Króksarinn María Björk Ingvadóttir hefur verið í forsvari fyrir N4 síðustu árin og barist ötullega fyrir viðgangi stöðvarinnar en þar hafa nokkrir sprækir Skagfirðingar til viðbótar látið ljós sitt skína.
Meira

Æfingar hafnar á Himinn og jörð

Æfingar eru hafnar hjá Leikflokki Húnaþings vestra á söngleiknum Himinn og jörð eftir Ármann Guðmundsson en söngleikurinn er saminn fyrir Leikflokkinn við 16 lög Gunnars Þórðarsonar. Um 40 manns taka þátt í undirbúningi sýningarinnar enda verkin ófá og segir í tilkynningu Leikflokksins að meðal annarra eru um sex stúlkur sem sjá um barnapössun enda ófáir foreldrar sem eru þátttakendur verksins.
Meira

Bjarkarkonur færðu Húnaþingi vestra bekk að gjöf

Það segir frá því á heimasíðu Húnaþings vestra að í gær, á degi kvenfélagskonunnar þann 1. febrúar 2023, færði kvenfélagið Björk á Hvammstanga sveitarfélaginu bekk að gjöf. Með bekknum vilja þær minnast látinna kvenfélagskvenna.
Meira

Gult ástand á landinu í dag

Þær linna ekki látum lægðirnar sem ganga nú hver af annarri yfir landið en gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir allt landið með austan og suðaustan 15-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda með hita kringum frostmark, en rigning sunnan til og hiti 1 til 6 stig. Minnkandi vindur og úrkoma í kvöld og nótt.
Meira

Fyrir hvern setur þú upp kolluna? - Lífið er núna dagurinn - 9. febrúar

Nú stendur yfir fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu.
Meira

Davis Geks nýr leikmaður Tindastóls - Uppfært: Leik Tindastóls og Hattar frestað

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við lettneska leikmanninn Davis Geks um að leika með karlaliðinu út tímabilið. Í tilkynningu deildarinnar kemur fram að Geks sé skotbakvörður og komi til liðsins úr eistnesku deildinni þar sem hann spilaði með BK Liepja.
Meira

Þungir knapar bannaðir - Leiðari Feykis

Nú eru uppi umræður innan hestasamfélagsins að knapar ættu ekki vigta meira en 20% af þunga hestsins. Það segir manni að flestir fullorðnir karlmenn ættu að snúa sér að öðru en útreiðum því 20% af meðalþyngd hests, sem mun vera um 350 kg, er 70 kíló. Einhver kann að halda að hér sé á ferðinni eitthvert grín en svo er alls ekki.
Meira

Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu hefst í dag

Hið árlega heilsu- og hvatningarverkefni Ólympíusambands Íslands, Lífshlaupið, hefst í dag, 1. febrúar 2023, og stendur til 21. febrúar. Lífshlaupið höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.
Meira

,,Heldurðu þræði?” - Nýsköpunarnámskeið fyrir frumkvöðla í textíl vorið 2023

Háskóli Íslands í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands býður upp á nýsköpunarnámskeið sem tengist textílvinnslu. Námskeiðið nefnist „Heldurðu þræði?“ og hefst 7. febrúar - með kynningarfundi. Námskeiðið er hugsað fyrir þau sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur með áherslu á textíl eða eru í atvinnurekstri og vilja auka rekstrarþekkingu sína.
Meira

Oríon sigurvegarar í Stíl

Félagsmiðstöðin Oríon í Húnaþingi vestra fór með tvö lið á Stíl 2023 sem haldin var í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi þann 21. janúar sl. og gerði sér lítið fyrir og fór annað þeirra með sigur af hólmi.
Meira