Húnabyggð hlaut hvatningarverðlaun á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.10.2023
kl. 15.40
Á heimasíðu northiceland.is segir að uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi hafi farið fram í gær, fimmtudaginn 26. október, og hafa þau ferðaþjónustufyrirtæki sem eru aðilar í Markaðsstofu Norðurlands kost á að fara í þessa ferð. Uppskeruhátíðin er haldin á hverju hausti og markmiðið að skoða nýtt svæði á hverju ári. Að þessu sinni var Austur-Húnavatnssýsla fyrir valinu og fyrirtæki innan svæðisins heimsótt sem fá í leiðinni tækifæri til að kynna sig og sína starfsemi og mynda ný tengslanet innan ferðþjónustunnar. Farið var í heimsóknir til ýmissa fyrirtækja í Vatnsdal, á Skagaströnd og á Blönduósi. Auk þess voru áhugaverðir staðir skoðaðir, til dæmis nýr útsýnisstaður í Vatnsdalshólum og Þrístapar þar sem Magnús frá Sveinsstöðum sagði eftirminnilega frá síðustu aftökunni á Íslandi.
Meira