„Það er vont að vera í óvissu“ segir Unnur Valborg
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.05.2023
kl. 15.41
Það var þungt högg fyrir samfélagið í Húnaþingi vestra þegar riða kom upp á Bergsstöðum í Miðfirði á vordögum og fella þurfti allt fé á bænum. Ekki leið á löngu þar til riða uppgötvaðist á bænum Syðri-Urriðá sem einnig er í Miðfjarðarhólfi og þar þurfti einnig að fella allt fé. Í kjölfarið hafa vaknað miklar umræður um hvað er til ráða gegn riðunni en bændur hafa fengið sig fullsadda á þeim reglum sem fylgt er í dag þar sem allur fjárstofninn er skorinn.
Meira