V-Húnavatnssýsla

1238 efst á lista Lonely Planet yfir áhugaverðustu afþreyingarmöguleika landsins

Tom Lundmark, sænskur sagnfræðingur og meistaranemi í stafrænum hugvísindum við Háskólann í Uppsala í Svíþjóð, segir sérstöðu 1238 einkum fólgna í áherslu á hugmyndafræði leikjavæðingar og nýstárlegri framsetningu á menningararfinum með stafrænni tækni til að höfða til breiðari hóps. Tom var í heimsókn hjá 1238, í tvær vikur í mars og apríl við rannsóknarstörf.
Meira

Hæglætis veður en mest norðlægar áttir með ágætis köldu vori

Spámenn Veðurklúbbs Dalbæjar hittust þann áttunda maí sl. til að rýna í veðurútlit mánaðarins en í fundargerð segir að vegna veikinda hafi fundurinn verið í seinna lagi. Að þessu sinni voru mætt þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Sigríður Hafstað, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira

Krían mætti í Hólminn um miðnætti

Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri heyrði í kríunni í Hólminum í nótt og til varð vísa sem hann límdi síðan við mynd á Facebook af samveru Benjamíns Kristinssonar, safnvarðar á Reykjum í Hrútafirði, með einni ákveðinni af þessari tegund fugla.
Meira

Kjalvegur verði endurnýjaður og opinn stóran hluta ársins

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd. Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Með heilsársvegi yfir Kjöl er mögulegt að stytta til muna leiðina landshorna á milli og auðvelda þannig ferðir á milli Suður- og Norðurlands og opna fyrir möguleika á þróun nýrra ferðamannaleiða.
Meira

Sjónlag opnar fjarlækningastöð á Akureyri

Augnlækningastöðin Sjónlag í Reykjavík opnaði í síðustu viku fjarlækningastöð í húsakynnum Læknastofa Akureyrar á Glerártorgi. Í frétt á Akureyri.net segir að ekki sé um hefðbundna augnlæknastofu að ræða heldur verði þar að mestu fylgst með fólki með ákveðna sjúkdóma eftir tilvísun frá augnlæknum. Augu sjúklinga verða mynduð á stöðinni og lesið úr myndunum í Reykjavík. Þetta ætti að draga úr kostnaði sjúklinga og samfélagsins og spara sjúklingum hér nyrðra tíma og fyrirhöfn.
Meira

Leeds United er eins og íslenska krónan, upp og niður :: Liðið mitt Hilmar Þór Ívarsson

Skorað var á framleiðslustjóra rækjuvinnslu Dögunar á Sauðárkróki Hilmar Þór Ívarsson að svara spurningum í Liðið mitt hér í Feyki sem hann gerir með sóma. Hilmar er kvæntur Sigurlaugu Sævarsdóttur, Diddu frá Húsavík, en þar eru þau bæði fædd og uppalin. Leeds er uppáhaldslið Hilmars í Enska boltanum og hefur verið lengi.
Meira

Þessa dagana hugsa ég bara um tvennt. Körfubolta og riðu :: Áskorandinn Þórður Pálsson frá Sauðanesi

Hugur minn er hjá bændum í Miðfirði sem hafa fengið hinn skelfilega sjúkdóm riðu í sínar fjárhjarðir. Starfs míns vegna kem ég að þessum málum með beinum hætti og síðan ég byrjaði sem búfjáreftirlitsmaður hjá Matvælastofnun árið 2016 hef ég komið að 13 niðurskurðum.
Meira

Sigur í fyrsta leik hjá Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar spilaði fyrsta leik sinn í 3. deildinni í dag en þá heimsóttu Húnvetningar lið ÍH í Skessuhöll Hafnfirðinga. Báðum liðum var spáð einu af fjórum neðstu sætum deildarinnar og því gott veganesti inn í sumarið að næla í sigur. Það tókst lið Kormáks/Hvatar en lokatölur urðu 1-2 og þrjú stig því kominn í sarpinn.
Meira

„Ég segi topp sex, annað væri vonbrigði!“

„Sumarið leggst mjög vel í mig, við erum komnir með mjög sterka leikmenn til liðs við okkur en það mun taka tíma að spila okkur saman. Við þurfum að treysta á einstaklingsgæði í fyrstu leikjunum,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, fyrirliði Kormáks/Hvatar. Húnvetningar hefja leik í 3. deildinni í knattspyrnu annað sumarið í röð í dag þegar þeir mæta liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Tólf lið munu slást í deildinni í sumar og á dögunum birti Fótbolti.net spá þjálfara deildarinnar og þar var liði Húnvetninga spáð níunda sæti.
Meira

Samfylkingin boðar til opinna funda á Norðurlandi vestra :: Heilbrigðismálin í forgrunni og öllum velkomið að taka þátt

Samfylkingin hefur upp á síðkastið boðað til fjölda opinna funda um heilbrigðismál um land allt. Fundirnir eru opnir öllum og liður í nýju og umfangsmiklu málefnastarfi sem Kristrún Frostadóttir formaður flokksins hefur ýtt úr vör. Þrír slíkir fundir um heilbrigðismál verða á Norðurlandi vestra dagana 8. og 9. maí.
Meira