V-Húnavatnssýsla

KSÍ hvetur fólk til að sýna stillingu í garð dómara

Borið hefur á slæmri umræðu í garð knattspyrnudómara það sem af er liðið tímabili í íslenska boltanum. Umræðan hefur nú gengið svo langt að á dögunum sendi KSÍ frá sér yfirlýsingu þar sem athygli er vakin á því að á síðustu vikum hafi tveimur dómurum á vegum sambandsins verið hótað lífláti.
Meira

Rabb-a-babb 217: Liljana

Að þessu sinni er það Liljana Milenkoska sem svarar Rabbinu. Hún er fædd árið 1978, gift og b‡r að Mörk í Húnaþingi vestra. „Pabbi minn hét Vidan Milenkoski, mamma heitir Nadezda Milenkoska. Ég er alin upp í Makedóníu en mamma mín er búlgörsk/serbensk, pabbi var makedónskur,“ segir hún.
Meira

Kontiki býður vetrarferðir frá Zurich til Norðurlands

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zurich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring.
Meira

Stefnulaus ríkisfjármál á verðbólgutímum - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum.
Meira

Allra síðasta sýning á Á svið nk. miðvikudag

Nú fer hver að verða síðastur til að sjá gamanleikinn Á svið sem Leikfélag Sauðárkróks hefur sýnt á fjölum Bifrastar undanfarnar tvær vikur. Allra síðasta sýning næsta miðvikudag.
Meira

Holtavörðuheiði opnuð á ný

Rétt upp úr klukkan 12 í dag var Holtavörðuheiðinni lokað út af slæmum akstursskilyrðum. Reiknað var með því að vegurinn myndi opna á ný um hálf þrjú en upp úr klukkan hálf tvö var heiðin opnuð á ný en vegfarendur hvattir til að aka varlega.
Meira

Leikskólafólk í Skagafirði samþykkti verkfall auk starfsfólks sundlauga

Yfirgnæfandi meirihluti starfsfólks á leikskólum í fimm sveitarfélögum á félagssvæði Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþágu, samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. Vinnustöðvanir munu vera frá 30. maí til klukkan 23:59 fimmtudaginn 1. júní.
Meira

Leiðindarkuldi og vetrarfærð á fjallvegum

Gul viðvörun er í ennþá gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra til klukkan 15:00 í dag, norðan og norðvestan 8-15 m/s og snjókoma eða skafrenningur og lítið skyggni með köflum, einkum á fjallvegum. Varsamt vanbúnum ökutækjum.
Meira

Það rigndi göt á Kormák/Hvöt

Húnvetningar héldu áfram keppni í 3. deildinni í knattspyrnu í gær þrátt fyrir votviðri sem var á mörkum hins leyfilega. Það var spilað í Garðinum og samkvæmt öruggum heimildum af aðdáendasíðu gestanna þá rignir öðruvísi þar en annars staðar – sennilega þá miklu meira og örugglega á ská. Vallaraðstæður voru því ekki hinar bestu en heimamenn virtust pluma sig betur við þessar erfiðu aðstæður og unnu sanngjarnan 3-0 sigur.
Meira

Gult ástand og vetrarfærð á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi. Búist er við vetrarfærð á fjallvegum norðan- og austanlands í nótt og á morgun sunnudaginn 14. maí. Í athugasemd veðurfræðings eru vegfarendur hvattir til að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað.
Meira