V-Húnavatnssýsla

Vináttan :: Áskorandinn Karl Jónsson – Brottfluttur Króksari

Ég er minntur á það rækilega þessa dagana hvað æskuvináttan er sterk og hvað hún mótaði mig mikið. Alla lífsleiðina eignast maður vini og kunningja en alltaf er það æskuvináttan sem er og verður sterkust. Hún krefst í raun einskis. Hún krefst ekki daglegs sambands lengur, það geta liðið vikur á milli samtala, en æskuvinirnir eru bara þarna og daglega hugsa ég til þeirra, hvernig þeim líði og hvort það sé ekki allt í lagi.
Meira

Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BRSB að fara með málið fyrir dómstóla

BRSB hefur farið mikinn í fjölmiðlum með ásakanir í garð sveitarfélaganna að þau mismuni starfsfólki sínu á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. Jafnframt krefjast þau leiðréttingar á launalið útrunnins kjarasamnings sem þegar er að fullu efndur af hálfu sveitafélaganna.
Meira

Opnunarteiti Hótel Blönduóss

Það verður hrært í góða veislu á Blönduósi á morgun þegar heimamenn fagna opnun Hótel Blönduóss eftir fegrunaraðgerðir og allsherjar uppstrílun. Opnunarteiti verður frá kl. 14 til 17 þar sem Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps mætir í hátíðarskapi og Hugrún Sif og Tríó Halla Guðmunds koma fram. Að sjálfsögðu verða veitingar í boði og að auki býðst fólki að skoða Krúttið, hótelið, kirkjuna og Helgafellið.
Meira

Vill skoða aðrar leiðir til að minnka umfang urðunar í Stekkjarvík

Húnahornið greinir frá því að sveitarstjórn Húnabyggðar sé óánægð með að áform um stækkun urðunarsvæðis í Stekkjarvík komi ekki formlega inn á hennar borð áður en stjórn Norðurár samþykkir framkvæmdina endanlega. Þá setur sveitarstjórnin spurningarmerki við að ekki þurfi sérstakt framkvæmdaleyfi frá henni enda áformaðar framkvæmdir umfangsmiklar.
Meira

Eigur Stólpa færðar Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra

Stólpar styrktarfélag á Hvammstanga hélt aðalfund sinn þann 11. maí 2023 í gamla verslunarhúsi Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. Á fundinum var samþykkt samhljóða að leggja félagið niður og eigur þess færðar Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra til eignar og afnota í tómstundastarfi þess.
Meira

Kaldar kveðjur til framhaldsskólanna

Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (Rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin.
Meira

Opið hús á Hvanneyri

Laugardaginn næsta, 13. maí, verður opið hús á Hvanneyri milli klukkan 13 og 15 þar sem hægt verður að kynna sér allar námsleiðir til hlítar. Aðalbygging skólans verður opin og hægt verður að spjalla við starfsfólk og nemendur og fá nánari upplýsingar um námið og lífið í LBHÍ.
Meira

Byggjum upp Kjalveg – Leiðari Feykis

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd en með heilsársvegi væri mögulegt að stytta til muna leiðina landshorna á milli og auðvelda þannig ferðir á milli Suður- og Norðurlands og opna fyrir möguleika á þróun nýrra ferðamannaleiða.
Meira

Ferðamaður slasaðist eftir fall við Hvítserk

Í gærkvöldi voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Húnavatnssýslum og Skagafirði boðaðar út vegna ferðamanns sem féll niður bratta brekku við Hvítserk, við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu.
Meira

Alor og Straumlind í samstarf

Raforkusalinn Straumlind og nýsköpunarfyrirtækið Alor, sem stjórnað er af Skagfirðingum, hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf sem snýr að því að þróa lausnir í því skyni að bæta orkunýtingu rafmagns, jafna álag og selja hagkvæmt rafmagn til heimila landsins.
Meira