V-Húnavatnssýsla

Gult ástand á landinu í dag

Gul viðvörun vegna veðurs hefur þegar tekið gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og miðhálendið og mun taka gildi síðar á hverjum landshlutanum af öðrum, utan Austfirði sem sleppa alveg að þessu sinni.
Meira

Mette sigursæl á WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings

WR Hólamót UMSS og Skagfirðings fór fram síðastliðna helgi á Hólum í Hjaltadal. Mótið var vel sótt og sáust flottar sýningar og einkunnir. Öðrum framar í meistaraflokki stóð Mette Mannseth en hún sigraði í öllum hringvallagreinum og 100 metra flugskeið þar að auki.
Meira

Húnvetningar töpuðu gegn Elliða og Aco lætur af störfum

Í síðustu viku lutu Húnvetningar í sundpollinn í Garði þegar lið Víðis hafði betur og þá var ákall frá fréttaritara heimasíðu Kormáks/Hvatar um færri víti og færri spjöld. Ekki virtust hans menn hafa lesið pistilinn því spjöld og víti voru meðal annars uppskera Kormáks/Hvatar þegar liðið tók á móti Árbæingum í Elliða í óvenju þéttri suðvestanátt með tilheyrandi rigningarslettum á Sauðárkróksvelli. Niðurstaðan 1-3 tap og áfram gakk.
Meira

Lífið í sveitinni :: Áskorandapenninn Valgerður Kristjánsdóttir Mýrum

Nú vorar og sól hækkar á lofti, náttúran vaknar öll. Fuglarnir eru að koma, hér eru túnin full af gæsum og helsingjum á morgnana þegar maður vaknar. Morgnarnir eru fallegasti tími dagsins hér á Mýrum, þá er logn og oft sól á lofti. Loftið er svo tært og hreint og maður getur ekki annað en teygt úr sér og notið þess að vera bara til. Allt lítur betur úr þegar fer að vora.
Meira

Óli Arnar næsti ritstjóri Feykis

Breytingar verða á ritstjórn Feykis, svæðisfréttablaði Norðurlands vestra, þegar Óli Arnar Brynjarsson tekur við ritstjórastarfinu þann fyrsta ágúst nk. af Páli Friðrikssyni, sem gegnt hefur því embætti í tíu ár samanlagt. Ekki þurfti langt að leita að eftirmanni Páls því Óli Arnar hefur starfað hjá Nýprenti í 18 ár og unnið að einu eða öðru leyti við Feyki í tæp 20 ár.
Meira

Sýnishorn af innsendum botnum og vísum í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Eins og fram hefur komið í Feyki voru úrslit Vísnasamkeppni Sæluvikunnar kynnt við setningu Sæluvikunnar 30. apríl sl. Búið er að birta sigurvísurnar en samkvæmt venju voru veitt verðlaun fyrir besta botninn og eins fyrir bestu vísuna þar sem efnistök voru gefin fyrirfram sem að þessu voru tíðar sólalandaferðir Íslendinga og áhrif þeirra á verðbólgudrauginn.
Meira

Allt að verða klárt fyrir atvinnulífssýninguna um helgina

Atvinnulífssýningin Skagafjörður : Heimili Norðursins opnar tíu í fyrramálið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en setningarathöfnin hefst kl. 11. Sýningin verður opin á laugardag frá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 10-16 og aðgangur er ókeypis. Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta mæta að sjálfsögðu á svæðið og full ástæða til að mæta og fagna liðinu okkar en þeir eru væntanlegir á svið kl. 16 á laugardag.
Meira

Vilja reisa gróðrarstöð í Húnaþingi vestra sem framleitt getur 15 milljón plöntur árlega

Á vef KVH (Kaupfélags Vestur-Húnvetninga) er sagt frá því að síðastliðið ár hafi félagið verið þátttakandi í verkefni sem nefnist Skógarplöntur en það snýst um að koma á fót gróðrarstöð sem framleiðir trjáplöntur til gróðursetningar. Fjölmargir aðilar komið að verkefninu en þeir sem hafa drifið það áfram eru Magnús Barðdal frá SSNV, Björn Líndal Traustason frá KVH, Hafberg Þórisson garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga og Skúli Húnn Hilmarsson eigandi Káraborgar ehf.
Meira

Sigtryggur Arnar í úrvalsliði Subway-deildar

Í hádeginu í dag stóð KKÍ fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir eftir tímabilið í körfunni. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á því tímabili sem lauk nýverið. Þar komst Sigtryggur Arnar Björnsson í úrvalslið Subway-deildar, ásamt Ólafi Ólafssyni Grindavík, Styrmi Snæ Þrastarsyni Þór Þ. og Völsurunum Kristófer Acox og Kára Jónssyni, sem einnig var valinn leikmaður ársins.
Meira

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður í Miðgarði 19. maí

Stórasti leikurinn er í kvöld! Valur og Tindastóll mætast í Origo-höllinni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það seldist að venju upp á leikinn á mettíma og útlit fyrir ógnarstemningu. En hvað sem gerist í kvöld þá er í það minnsta ljóst að uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður annað kvöld, föstudaginn 19. maí, í Miðgarði í Varmahlíð. Að borðhaldi loknu verður ball þar sem Stuðlabandið og Úlfur Úlfur koma öllum í gírinn.
Meira