V-Húnavatnssýsla

Frábærir danskennarar í nýjum dansskóla

Menningarfélag Húnaþings vestra er metnaðarfullt félag og fær margar flottar og skemmtilegar hugmyndir. Dansskóli er nýjasta hugmyndin sem orðið hefur að veruleika. Feykir heyrði í Sigurði Líndal formanni Menningarfélagsins og spurði hann aðeins út í tilurð dansskólans.
Meira

Þrír stórleikir í fótboltanum á Norðvesturlandi um helgina

Það verða spilaðir þrír mikilvægir leikir í boltanum hér á Norðurlandi vestra um helgina í þremur mismunandi deildum. Kormákur/Hvöt og Tindastóll spila sína leiki í 3. deild og 4. deild á sama tíma á laugardegi en leikirnir hefjast kl. 14. Á sunnudag fá Stólastúlkur lið Keflavíkur í heimsókn í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna. Þær hefja leik korter yfir fjögur.
Meira

EasyJet hefur flug til Akureyrar í lok október

Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir að breska flugfélagið easyJet hefji flug til Akureyrar í lok október og Icelandair bjóði upp á beint flug á Keflavíkurflugvöll þaðan sem hægt verður að tengja við flugáætlun félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.
Meira

Aðeins 353 laxar komnir á land í Blöndu

Húnahornið segir frá því að laxveiði í sjö helstu laxveiðiánum í Húnavatnssýslum hafi verið dræm í sumar. Marga veiðimenn í eldri kantinum dreymir enn dýrðardaga í Blöndu á síðustu öld en í gær var aðeins búið að veiða 353 laxa í ánni og þar sem hún er komin á yfirfall þá stefnir í lélegasta í laxveiðisumar í Blöndu síðan 1994 en þá veiddust 357 laxar.
Meira

Síungur söngvari verður sjötugur og heldur tónleika

Álftagerðisbróðirinn geðþekki, Óskar Pétursson, hyggst halda upp á sjötugsafmæli sitt með því að halda stórtónleika í þremur helstu tónleikasölum landsins; Hörpu, Hofi og í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Óskar er að sjálfsögðu einn dáðasti söngvari landsins, hann á að baki langan og farsælan feril og er þekktur fyrir fagran söng og skondnar kynningar. Tónleikarnir í Miðgarði fara fram 12. október og það er að verða eitthvað lítið eftir af miðum.
Meira

Fjár- og stóðréttir á Norðurlandi vestra haustið 2023

Haustið er á næsta leiti með sínar fjár-og stóðréttir og verða fyrstu réttir núna um helgina. Þá verða fjárréttir í Hvammsrétt í Langadal og Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu en ekki hefur Feykir upplýsingar um réttir í Skagafirði nú um helgina. Fyrstu stóðréttir verða í Miðfjarðarrétt í Vestur-Húnavatnssýslu sunnudaginn 10. september.
Meira

Gjaldskrá Matvælastofnunar hækkar ekki

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að hún hyggðist ekki hækka gjaldskrá Matvælastofnunnar að svo stöddu. Hún sagði að ekki kæmi til greina að taka ákvarðanir sem leitt gætu til hærra matvælaverðs.
Meira

Stjórn Byggðastofnunar fundar á Skagaströnd

Það er hefð fyrir því að stjórnarfundir Byggðastofnunar séu haldnir víða á landsbyggðunum og verður næsti fundur á morgun, þriðjudaginn 29.ágúst, haldinn á Skagaströnd. Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar segir mikilvægt fyrir stjórn og starfsfólk að hafa möguleika á að kynna sér helstu áherslur í viðkomandi byggðalagi sem heimsótt er, kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana en einnig að kynna hvernig hægt sé að nýta hin ýmsu verkfæri sem Byggðastofnun hafi yfir ráða, þar sem það á við.
Meira

Íslensk erfðagreining greinir sýni úr íslensku sauðfé

Nú hefur það verið staðfest að Íslensk erfðagreining ætlar á næstu vikum að byrja að taka við sýnum úr íslensku sauðfé. Gerðar verða erfðarannsóknir á íslenskum kindum í fyrsta sinn hjá ÍE til þess að leita að arfgerðum sem vernda þær gegn riðuveiki og binda við það vonir að með því færist þeir nær því að rækta riðurfrían sauðfjárstofn.
Meira

Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er

Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni.
Meira