V-Húnavatnssýsla

Þungbær heimsókn Húnvetninga í Sandgerði

Toppliðin í 3. deildinni í knattspyrnu mættust á Brons-vellinum í Sandgerði í gær en þar var um að ræða lið heimamanna í Reyni og húnvetnsku gæðingana í liði Kormáks/Hvatar. Með sigri hefðu gestirnir jafnað Reynismenn að stigum á toppi deildarinnar en sú varð ekki raunin þó um hörkuleik hefði verið að ræða. Sandgerðingar höfðu betur, 3-2, eftir mikinn hasar þar sem tveir gestanna fengu að líta rauða spjaldið.
Meira

Tímafrestur ráðherra löngu liðinn

Ennþá hefur ekki verið gengið frá samningum við sauðfjárbændur í Húnaþingi vestra sem skera þurftu niður fjárstofn sinn vegna riðu fyrr á þessu ári. Tímafrestur ráðherra vegna þessa er löngu liðinn og með öllu ólíðandi vinnubrögð að ekki skuli frá þessu gengið að mati strjórnar SSNV. Skorar stjórnin jafnframt á Matvælaráðherra að ganga frá samningum strax við alla þá bændur sem málið varðar.
Meira

Norðvesturúrvalið í góðum málum í 2. flokki kvenna

Það var spilaður fótbolti á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi þegar Norðvesturúrvalið (Tindastóll Sauðárkróki, Kormákur Hvammstanga, Hvöt Blönduósi og Fram Skagaströnd) tók á móti liði Aftureldingar, toppliði B-riðils í 2. flokki kvenna. Lið NV stendur vel að vígi í riðlinum því það hefur tapað fæstum stigum liðanna en á eftir að spila nokkra frestaða leiki. Stelpurnar okkar höfðu talsverða yfirburði í leiknum sem þó var spennandi því þrátt fyrir mýmörg tækifæri gekk brösuglega að koma boltanum framhjá sprækum markverði gestanna. Lokatölur engu að síður 4-2 sigur.
Meira

Um 500 manns mættu á Stórhól í afmæli Beint frá býli

Nú á sunnudaginn var haldin 15 ára afmælishátíð Beint frá býli á sex stöðum á landinu. Hér á Norðurlandi vestra var hátíðin haldin á Stórhóli í gamla góða Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Ellefu framleiðendur mættu þar til leiks frá Norðurlandi vestra sem eru aðilar að Beint frá býli til að kynna og selja afurðir sínar. Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps var með bakkelsi á svæðinu og ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum teymdi undir börnum.
Meira

Icelandair býður til fjölskyldudags á Glerártorgi

Norðlendingar tóku vel á móti flugfélaginu NiceAir sem flaug frá Akureyri til áfangastaða erlendis. Það félag varð því miður ekki langlíft, hóf sig til flugs í febrúar 2022 en lauk starfsemi í vor. Nú hyggst Icelandair koma til móts við Norðlendinga og bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkur til reynslu í vetrarbyrjun og blæs því til kynningar og fjölskyldudags laugardaginn 26. ágúst næstkomandi á Glerártorgi á Akureyri. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og þar á meðal verða tónlistaratriði, húllasýning, andlitsmálun og veitingar. Auk þess verður glæsilegt lukkuhjól sem færir heppnum þátttakendum veglega vinninga og ratleikur þar sem hægt er að vinna flugferð fyrir fjóra til Barcelona.
Meira

Bjarni segir MAST algjört nátttröll þegar kemur að heimavinnslu á mat

Mbl.is segir frá því að ný gjald­skrár­hækk­un sem Mat­væla­stofn­un hef­ur boðað muni gera bænd­um og litl­um slát­ur­hús­um erfitt fyr­ir ef marka má um­sagn­ir sem borist hafa inn í sam­ráðsgátt stjórn­valda vegna hækk­un­ar­inn­ar. Kemur fram að Bændasamtök Íslands leggist al­farið gegn því að drög að gjald­skrá þess­ari taki gildi. Hafa Bænda­sam­tök­in og Sam­tök fyr­ir­tækja í land­búnaði sam­eig­in­lega farið fram á það við mat­vælaráðuneytið að málið verið dregið til baka.
Meira

Jarðstrengir lagðir í Húnaþingi vestra

RARIK hefur í sumar staðið að nokkrum framkvæmdum við lagningu jarðstrengja í Húnaþingi vestra í samræmi við framkvæmdaáætlun sína. Sagt er frá því á heimasíðu sveitarfélagsins að þau verkefni sem eru yfirstandandi eru Fitjárdalur allur, Miðfjörður að Réttarseli og Hrútafjörður frá Reykjum að Hvalshöfða. Til viðbótar við þetta hefur verið lögð strenglögn frá aðveitustöðinni í Hrútatungu að Staðarskála.
Meira

Ágætis veður í kortunum út vikuna

Það var frekar andstyggilegt sumarveðrið á Króknum í gær, rok og rigning en það kombó hefur blessunarlega verið af skornum skammti í sumar. Feykir sagði frá því á sunnudag að einhver bilun væri hjá Veðurstofunni í spám tengdum Alexandersflugvelli við Sauðárkrók því þar vantaði stundum hitaspár og þess vegna mátti sjá að þar var gert ráð fyrir snjókomu í kortunum. Það skorti reyndar ekki mörg hitastig upp á í gær að vitlausa spáin gengi eftir og þegar rigningarbakkarnir létu undan síga í gærkvöldi voru fjallstoppar víðast hvar fagurhvítir í Skagafirði.
Meira

Þrisvar reitt til höggs : Gylfi Þór Gíslason skrifar

Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn.
Meira

Kórdrengirnir í Kára teknir til bæna á Blönduósi

Það var brjálað stuð á Blönduósi í dag þegar Kormákur/Hvöt tók á móti kórdrengjunum í Kára af Akranesi. Liðin mættust fyrr í sumar í miklum hasarleik og ekki vantaði hasarinn í dag. Gestirnir voru 0-2 yfir í hálfleik en heimamenn komu í vígamóð til leiks í þeim síðari og skoruðu þá fjögur mörk og unnu leikinn því 4-2. Heldur betur stór sigur og Húnvetningar sitja sem fastast í öðru sæti 3. deildar en öll fjögur toppliðin unnu sína leiki í dag og spennan því áfram mikil.
Meira