V-Húnavatnssýsla

Að hafa borð fyrir báru : Friðbjörn Ásbjörnsson

Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri Fisk Seafood skrifaði pistil sem birtist á heimasíðu félagsins.
Meira

Ekki gleyma að kjósa!

Kosning um Mann ársins á Norðurlandi vestra fer nú fram á Feyki.is og hefur þátttaka verið með ágætum. Við minnum á að kosningu lýkur kl. 12 á hádegi á nýársdag. Það er því enn möguleiki að varpa atkvæði á það mæta fólk sem kosið er um þetta árið.
Meira

Helgi Svanur Einarsson ráðinn sem verslunarstjóri Eyrarinnar á Króknum

Í lok nóvember auglýsti Kaupfélag Skagfirðinga eftir verslunarstjóra fyrir Byggingavöruverslunina Eyrin og hefur Helgi Svanur Einarsson verið ráðinn í starfið og mun hefja störf 2. janúar.  
Meira

Prjónapartý hjá stúdíó Handbendi á Hvammstanga á morgun, 29. desember

Stúdíó Handbendi verður með prjónapartý í húsnæði sínu að Eyrarlandi 1 á Hvammstanga á morgun, 29. desember, frá kl. 21:00 - 23.59. Aðgangur er ókeypis en alls konar góðgæti er til sölu á staðnum. Það sem gerir þeim kleift að bjóða upp á ókeypis viðburði allt árið um kring hjá Handbendi er veitingasalan og er því um að gera að mæta og njóta samverunnar með annað hvort nýtt eða núverandi prjónaverkefni. 
Meira

Áramótakveðja sveitarstjóra Húnabyggðar : Pétur Arason skrifar

Það er stundum sagt að mikið sé að gera á stórum heimilum og það má svo sem til sanns vegar færa með sveitarfélagið að þetta ár hefur verið ansi annasamt. Hvort að þetta sé stórt heimili er síðan spurning um hvað miðað er við. En þó við séum ekki mörg erum við víðfemt sveitarfélag og það er í mörg horn að líta svo mikið er víst.
Meira

14,5% hækkun Landsnets veldur 3-5% hækkun hjá viðskiptavinum RARIK nú um áramótin

Meira

Söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir með útgáfutónleika í Hofi þann 18. janúar

"Ég hitti þig" er fimmta plata söngkonunnar Kristjönu Arngrímsdóttur og sú fyrsta sem eingöngu inniheldur hennar eigin tónsmíðar, en hér hefur hún samið lög við ljóð fimm íslenskra kvenna auk Davíðs Stefánssonar. Tónlistin er í senn bæði seiðandi og dramatísk og svolítið í ætt við portúgalska Fado tónlist, en öll lögin bera engu að síður sterkt og þjóðlegt yfirbragð sem hefur verið einkenni Kristjönu allt frá því hún hóf sinn sólóferil.
Meira

Þrjú hús enduðu í efsta sætinu um jólalegasta húsið í Húnabyggð

Á huni.is segir að nú sé komið í ljós hvaða hús í Húnabyggð hafi verið tilnefnd sem Jólahús ársins 2023. Er þetta í 22. skiptið sem þessi kosning fer fram en í þetta skiptið enduðu þrjú hús í efsta sætinu með jafnmargar tilnefningar.
Meira

Laufás jólalegasta húsið í Sveitarfélaginu Skagaströnd þetta árið

Föstudaginn 15. desember byrjaði kosning um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna í Sveitarfélaginu Skagaströnd og stóð hún til 26. desember en þetta var í annað sinn sem þessi kosning fór fram. Í ár var hins vegar sú breyting á að íbúum gafst kostur á að senda inn tilnefningar en í fyrra var dómnefnd sem stóð fyrir valinu.
Meira

Vetrarfærð á Norðurlandi vestra

Það er þungt yfir á Norðurlandi vestra og víða snjókoma. Langflestir vegir eru færir á svæðinu en sem stendur er snjóþekja eða hálka á vegum í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Lögreglan á Norðurlandi vestra beinir því til vegfarenda að fara varlega. „Munum að hreinsa allan snjó af bílum og fylgjumst vel með gangandi vegfarendum. Víða eru gangstéttar á kafi í snjó svo hætta er á að fólk freistist til að ganga á akbrautum,“ segir í skilaboðum lögreglunnar.
Meira