V-Húnavatnssýsla

Þarf ekki stór­ar töl­ur til að valda óbæt­an­legu tjóni á villtu stofn­un­um

Feykir sagði frá því í vikubyrjun að tveir ætlaðir eldislaxar hafi verið háfaðir upp úr laxastiga við Blöndu um liðna helgi. Mbl.is greindi síðan frá því í gær að níu grunsamlegir laxar til viðbótar hafi nú bæst í hópinn og laxarnir því orðnir ellefu sem Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri Hafrannsóknarstofnunar, kippti með sér suður til rannsóknar nú í vikunni.
Meira

Farskólinn hefur sitt 31. starfsár

Nýtt skólaár er að hefjast hjá Farskólanum – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Nú um helgina og upp úr helgi geta áhugasamir lært kransagerð en kennt verður á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og á Sauðárkróki. Það er fyrsta námskeiðið í fjölbreyttri flóru vef- og staðnámskeiða á haustönn skólans.
Meira

Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi : Sigurjón Þórðarson skrifar

Í upp­hafi kjör­tíma­bils setti mat­vælaráðherra af stað einn fjöl­menn­asta starfs­hóp Íslands­sög­unn­ar und­ir nafn­inu Auðlind­in okk­ar. Mark­miðið, að koma á sátt um stjórn fisk­veiða. All­ir vita að ís­lenska kvóta­kerfið hef­ur um ára­bil mis­boðið rétt­lætis­kennd þjóðar­inn­ar. Kvóta­kerfið hef­ur skilað helm­ingi minni afla á land en fyr­ir daga þess og kvótaþegar hafa kom­ist upp með að selja helstu út­flutn­ingsaf­urð þjóðar­inn­ar í gegn­um skúffu­fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um.
Meira

Vilja fleiri frábærar konur af Norðurlandi vestra

Bryndísi Rún Baldursdóttur, markaðsstjóra Ungra athafnakvenna, langar að fá fleiri konur af Norðurlandi vestra til að vera með í þessum frábæra félagsskap sem UAK er. Hún setti sig í samband við Feyki og sagði okkur frá því hvað UAK er og líka hver hún sjálf er. „Stundum gætir þess misskilnings að viðkomandi þurfi að vera í atvinnurekstri til að vera í félaginu, það er alls ekki svo. Þetta er vettvangur fyrir konur til að eflast og styrkja tengslanetið sitt, félagið heldur alls kyns viðburði í þeim tilgangi. Það er ekkert aldurstakmark í félagið, allar konur geta verið ungar í anda svo þeim er öllum velkomið að ganga til liðs við okkur.“
Meira

Eldislax fannst að líkindum í Blöndu

Sagt er frá því á rúv.is að Blanda hafi um helgina bæst í hóp þeirra laxveiðiáa þar sem nýgenginn eldislax hefur fundist upp á síðkastið. „Það vildi þannig til að Guðmundur Haukur Jakobsson fór að laxastiganum í Blöndu til að hreinsa teljara. Það þarf að gera þegar áin er á yfirfalli. Þegar hann lokaði teljarahólfinu var í honum lúsugur lax. Hann háfaði tvo þeirra upp, drap þá og þótti þeir bera öll merki eldislax,“ segir í fréttinni.
Meira

Rabb-a-babb 219: Hrund á Sjávarborg

Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga fékk það verðuga verkefni að svara Rabb-a-babbi í Feyki og hún var eldsnögg að tækla það. Hrund er fædd árið 1987 eða um það leyti sem Whitney Houston fór á toppinn með I Wanna Dance With Somebody og ein mesta orkuballaða sögunnar, Alone með Heart, var að gera það gott. Hrund er dóttir Jóhanns Albertssonar og Sigríðar Lárusdóttur og því alin upp í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún er gift Gunnari Páli og saman eiga þau tvö börn, Heklu Sigríði 7 ára og Val Helga 3ja ára.
Meira

Mikið kredit á Atla og Orra

Feykir sagði frá því fyrr í dag að lið Kormáks/Hvatar hefði borið sigurorð af liði Árbæjar í 3. deildinni. Leikurinn var afar mikilvægur í baráttunni um sæti í 2. deild að ári og nú hafa Húnvetningar fimm stiga forystu á liðið í þriðja sæti deildarinnar, Árbæ, þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan er því afar vænleg. Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar svaraði spurningum Feykis í leikslok.
Meira

SSNV hlaut styrk frá Landsvirkjun

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er sagt frá því að í síðustu viku hafi samtökin fengið þær frábæru fréttir að SSNV hafi verið úthlutað styrk fyrir tveimur viðburðum úr samfélagssjóði Landsvirkjunar. Styrkirnir eru vegna ungmennaþings um valdeflingu ungs fólks á Norðurlandi vestra sem fram á að fara á Blönduósi í október og síðan örráðstefnu um umhverfismál á Norðurlandi vestra.
Meira

Hungraðir Húnvetningar hirtu stigin í toppslagnum

Það var stórleikur á Blönduósvelli í dag þegar að segja má hreinn úrslitaleikur um sæti í 2. deild fór fram. Heimamenn í Kormáki/Hvöt tóku þá á móti liði Árbæjar sem var tveimur stigum á eftir og hafði verið á mikill siglingu í deildinni, höfðu unnið í það minnsta fjóra leiki í röð og á meðan bleiki valtarinn var farinn að hiksta. Heimamenn komu lemstraðir til leiks með tvo lykilmenn í banni og urðu að planta fyrirliðanum í markið. Tvívegis náðu gestirnir forystunni í leiknum en heimamenn gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn, jöfnuðu í tvígang og hirtu síðan öll stigin í uppbótartíma. Lokatölur því 3-2 og ævintýri Húnvetninga heldur áfram.
Meira

Aukið samstarf milli Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands mun efla báða skólana

Skólastarfsemi á Hólum í Hjaltadal er ekkert nýnæmi. Hólaskóli var á biskupssetrinu frá því 1106 til 1802 en hann var, ásamt Skálholtsskóla, helsta menntastofnun þjóðarinnar. Nú er Háskólinn á Hólum með aðsetur í Hjaltadalnum fallega og þar er Skagfirðingurinn Hólmfríður Sveinsdóttir rektor. Um miðjan ágústmánuð var ákveðið að kanna grundvöll fyrir samstarfi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands, ákvörðun sem sumir óttast að boði ekki endilega gott fyrir háskólastarf í Skagafirði en aðrir sjá spennandi tækifæri felast í mögulegu samstarfi. Feykir sendi nokkrar spurningar á Hólmfríði til að forvitnast um þetta mál og eitt og annað tengt starfsemi skólans.
Meira