V-Húnavatnssýsla

Vilja Snædísi Karen heim aftur

Á fundi Byggðaráðs Húnabyggðar sem haldinn var 7. desember sl. fer Byggðarráð Húnabyggðar á leit við Náttúrufræðistofnun Íslands um að sveitarfélagið fái til baka uppstoppað bjarnardýr sem fellt var 17. júní 2008 og var um árabil til sýnis í stjórnsýsluhúsi Blönduósbæjar, nú Húnabyggð. Húnabyggð er í mikilli uppbyggingu í ferðamálum og ósk þeirra um að fá bjarnardýrið til baka er mikilvægur þáttur í því að efla og setja styrkar stoðir undir ferðamannaiðnaðinn í sveitarfélaginu.
Meira

Vorvindar syngja á aðventunni

Miðvikudagskvöldið 13. desember klukkan 20:00 er boðið til kyrrðarstundar í Miklabæjarkirkju. Það er Skagfirski sönghópurinn Vorvindar glaðir sem bjóða til kyrrðarstundarinnar og er þetta í fimmta sinn sem þeir bjóða fólki uppá ljúf og róleg jólalög ásamt öðrum á aðventunni.
Meira

12 dagar til jóla

Jesúss minn hvað tíminn er fljótur að líða.... 12 dagar til jóla og stekkjastaur mætti í morgun með skógjafir. Vona bara að allir hafi munað eftir því að setja eitthvað í skóinn. Mér hefur tekist að gleyma þessu og mér hefur einnig tekist að vera degi á undan hehehe alveg merkilegt hvað þetta getur verið erfitt. En munum samt að staldra við og njóta:)
Meira

Aðgerðir gegn riðu - ný nálgun

MAST stendur fyrir upplýsingafundi um nýja nálgun við uppkominni riðu. Verður fundurinn í Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 13. desember kl. 13-14.30. Framsögur á fundinum verða frá Sigurborgu Daðadóttur yfirdýralækni og Eyþóri Einarssyni ráðunauti hjá RML. Að þeim loknum verða fyrirspurnir og umræður.
Meira

Fræðslufundir fyrir eldri borgara um svik á netinu

Lögreglan á Norðurlandi vestra stendur fyrir fræðslu víðsvegar í umdæminu þessa vikuna sem ætluð er fyrir eldri borgara og fjalla um svik á netinu. Sýnd verða dæmi af svikum og bent á leiðir til lausna. Það er Blönduósingurinn Ásdís Ýr Arnardóttir, sérfræðingur hjá embættinu, sem stýrir fræðslunni en fyrsti fræðslufundurinn verður í grunnskólanum á Hofsósi í dag og hefst kl. 13:00.
Meira

16 dagar til jóla

Upp er runninn föstudagur, ákaflega skýr og fagur eins og hefur einkennt síðustu daga svo mjög, skýrir og fallegir -16 dagar til jóla. Eins og spáin er, lítur út fyrir að þetta haldist óbreytt næstu daga. Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina, góða skemmtun á þeim viðburðum sem einhver ykkar sækið og klæðið ykkur í ull hún heldur á ykkur hita í frostinu.
Meira

Emelíana Lillý sigraði

Þann 6. desember var söngkeppni FNV haldin líkt og undanfarin ár, til þess að skera úr um hver fer fyrir hönd skólans í stóru Söngkeppni framhaldsskólanna 2024.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Tanja M. Ísfjörð var kjörin maður ársins fyrir árið 2022 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2023.
Meira

Danssýning í Varmahlíðarskóla

Nemendur allra bekkja Varmahlíarskóla fengu danskennarann Ingunni Margréti Hallgrímsdóttur frá Dalvík til sín í upphafi vikunnar og sýndu svo afrakstur kennslunnar með danssýningu sem aðstandendum var boðið að koma á í gær.  
Meira

Minnihlutinn sá fyrir sér að búa á Norðurlandi vestra í framtíðinni

Vel heppnað Ungmennaþing SSNV, Valdefling ungs fólks á Norðurlandi vestra, var haldið Í félagsheimilinu á Blönduósi áhuastdögum. Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að meðal athyglisvsverðustu niðurstaðna þingsins hafi verið að innan við helmingur af þátttakendum sáu fyrir sér að búa í landshlutanum í framtíðinni. „Þessar niðurstöður eru umhugsunarverðar fyrir stjórnmálafólk landshlutans því ef unga fólkið vill ekki búa hér í framtíðinni hver á þá að gera það? “ segir í fréttinni á vef SSNV.
Meira