V-Húnavatnssýsla

Sveitasælan komin í syngjandi sveiflu

Það mætti halda að það væri saga sumarsins að í hvert sinn sem slegið er upp veislu í Skagafirði þá mætir þokan alltaf fyrst á svæðið. Þannig var það í morgun þegar Sveitasæla, landbúnaðarsýning og bændahátíð, hófst kl. 10 í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Þokunni er þó farið að létta og stefnir í linnulítil sólskinsbros næstu tímana.
Meira

„Hefði ekki getað hugsað mér betra sumarfrí“

„Það voru rúmlega þúsund skráðir þátttakendur og það má áætla að það hafi verið um 6000 manns á svæðinu um [verslunarmanna]helgina,“ segir Pálína Ósk Hraundal, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarhelgina, en mótið tókst með eindæmum vel og spiluðu margir þættir þar inn.
Meira

„Þurfum bara að vinna þá leiki sem eftir eru“

„Stemningin er mjög góð og hefur verið það allt timabilið. Held að menn séu löngu búnir að átta sig á þvi að við séum að fara berjast um sæti i 2 deild á næsta ári. Hópurinn er mjög vel tengdur og það verður spennandi að sjá hvað gerist í þeim [fimm] leikjum sem eru eftir,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, fyrirliði Kormáks/Hvatar þegar Feykir spyr hvernig stemningin sé í hópnum en liðið er í góðum séns með að tryggja sér sæti í 2. deild í fyrsta sinn í stuttri sögu sinni.
Meira

Ríflega 700 nemendur skráðir í FNV á haustönn

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 8:00. Nýnemar úr grunnskóla mæta hins vegar til leiks þriðjudaginn 22. ágúst. Ríflega 700 nemendur eru skráðir í skólann ýmist í dagskóla eða fjarnám. Aðsókn nemenda utan Norðurlands vestra hefur aukist til muna og er heimavistin troðfull en þar munu 89 nemendur búa á haustönn.
Meira

Opinn samráðsfundur í dag um málefni fatlaðs fólks

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, verður með opinn samráðsfund á Sauðárkróki um málefni fatlaðs fólks í dag, föstudaginn 18. ágúst, á Gránu Bistro kl. 17:00. 
Meira

Opið fyrir ábendingar um nýja jafnréttisáætlun Húnaþings vestra

Byggðarráð Húnaþings vestra hefur nú sett fyrstu drög að nýrri jafnréttisáætlun sveitarfélagsins í opið samráð á heimasíðu þess.
Meira

Opið fyrir umsóknir til þróunarverkefna í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju

Þeim fjármunum sem úthlutað er í verkefninu er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í þremur búgreinum: Nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju.
Meira

Blússandi byr hjá Húnvetningum í boltanum

Bleiki valtarinn rauk í gang í kvöld þegar lið Ýmis úr Kópavogi mætti liði Húnvetninga í 3. deildinni. Þegar upp var staðið höfðu heimamenn á Blönduósi gert sjö mörk án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Lið Kormáks/Hvatar er því enn sem fyrr í öðru sæti 3. deildar þegar fimm umferðir eru eftir. Staðan er vænleg en eftir eru nokkur sleip bananhýði og það fyrsta er heimaleikur gegn liði Kára frá Akranesi nú um helgina.
Meira

Gistinóttum í júní fjölgar og herbergi betur nýtt

Aldrei hafa skráðar gistinætur á hótelum verið fleiri í júní á Norðurlandi en á þessu ári. Alls voru þær 54.236, sem er 8% fjölgun frá síðasta ári.
Meira

Íbúum í Skagafirði fjölgar mest

Íbúum Skagafjarðar fjölgaði um 64 íbúa eða 1,5 prósent á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. ágúst 2023, sem er mesta fjölgunin í einstaka sveitarfélagi á Norðurlandi vestra. Íbúar Skagafjarðar eru nú 4382 talsins.
Meira