Sveitasælan komin í syngjandi sveiflu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
19.08.2023
kl. 13.02
Það mætti halda að það væri saga sumarsins að í hvert sinn sem slegið er upp veislu í Skagafirði þá mætir þokan alltaf fyrst á svæðið. Þannig var það í morgun þegar Sveitasæla, landbúnaðarsýning og bændahátíð, hófst kl. 10 í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Þokunni er þó farið að létta og stefnir í linnulítil sólskinsbros næstu tímana.
Meira