V-Húnavatnssýsla

Fátt sem stoppar lið sem trúir ekki að það geti tapað

„Ég held að allir í kringum liðið séu ennþá hægt og rólega að ná utan um að við séum búnir að tryggja okkur sæti í 2. deild. Menn fögnuðu skiljanlega vel eftir leik og ég held að stuðningsmenn liðsins séu, eins og leikmenn og stjórn, ennþá í skýjunum með árangur sumarsins,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari knattspyrnuliðs Kormáks/Hvatar sem gerði sér lítið fyrir á laugardaginn og tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á liði Augnabliks í lokaumferðinni. Það er besti árangur sem Kormákur/Hvöt hefur náð í fótboltanum og mögulega mesta afrekið í íþróttasögu Húnvetninga.
Meira

Lokað á skrifstofum sýslumanns á Norðurlandi vestra á föstudag

Skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra verða lokaðar föstudaginn 22. september nk. vegna sameiginlegs starfsdags sýslumannsembættanna. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Verndum villtra laxastofna : Bjarni Jónsson skrifar

Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða.
Meira

Tvennir útgáfutónleikar um helgina

Hljómsveitin Slagarasveitin frá Hvammstanga heldur tónleika í tilefni af útgáfu nýrrar plötu. Um er að ræða tólf laga plötu sem ber nafn sveitarinnar. Tónleikarnir verða tvennir. Í Iðnó Reykjavík föstudaginn 22. september og Félagsheimilinu Hvammstanga daginn eftir. Tónleikarnir hefjast báðir klukkan 20:30 og er það Ásdís Aþena ungstirni frá Hvammstanga sem opnar tónleikana. Miðasala fer fram á adgangsmidi.is og við hurð, meðan húsrúm leyfir.
Meira

Það verður hægt að komast á bílaséns á fimmtudaginn

Hraðstefnumót Öskju hófst fyrir viku þar sem valdir bílar frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart freista þess að finna verðuga lífsförunauta á landsbyggðinni. Fyrsta Hraðstefnumótið var haldið í Vestmannaeyjum en bílarnir hafa í kjölfarið haldið austur fyrir land og eru nú á norðurleið. Á fimmtudag verður Hraðstefnumót á Sauðárkrók, Ísafjörð og Stykkishólm. Öskjumenn verða á Sauðárkróki frá kl. 12-16 og verða bílarnir til sýnis á bílaplani KS við Ártorg.
Meira

Nýi Dansskóli Húnaþings vestra slær í gegn

Fjöldi skráninga í nýja Dansskóla Húnaþings vestra fór fram úr björtustu vonum. Alls eru 52 nemendur nú skráðir og því ljóst að þörfin fyrir dansskóla í Húnaþingi er greinilega mikil, segir á heimasíðu Menningarfélags Húnaþings vestra. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fjöldi nemenda kemur frá nágrönnum okkar og vinum í austursýslunni. Dæmi er um að sumir nemendur séu að fara keyra 80 kílómetra, aðra leiðina, til að mæta,“ segir Sigurður Líndal formaður Menningarfélagsins.
Meira

Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendir bókun á matvælaráðherra

Í síðustu viku sendi sveitarstjórn Húnabyggðar frá sér bókun þar sem lýst var þungum áhyggjum vegna þeirrar staðreyndar að eldislaxar væru að veiðast í mörgum ám í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra. Nú hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra sömuleiðis sent frá sér bókun vegna málsins en þar er skorað á matvælaráðherra að beita þeim valdheimildum sem hann hefur í gegnum undirstofnanir sínar til að tryggja að fiskeldisfyrirtækin greiði kostnað vegna mótvægisaðgerða sem veiðifélögin neyðast til að fara í til að verjast strokulaxi úr opnum sjókvíum.
Meira

Góðir gestir heimsóttu eldri borgara í Húnaþingi vestra

Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra fékk góða heimsókn fyrir helgi þegar 43 félagar í Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni komu í heimsókn. „Við buðum þeim upp á kjötsúpu, brauð og smjör ásamt kaffi og hjónabandssælu, segir í Facebook-færslu félagsins.
Meira

Kormákur Hvöt tryggði sér sæti í 2. deild

Það fór eins og allt benti til. Lið Kormáks Hvatar gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 2. deild að ári sem er í fyrsta sinn sem sameinað lið félaganna spilar í þeirri deild. Í gær fengu Húnvetningar lið Augnabliks úr Kópavogi í heimsókn og þurftu stig til að tryggja farseðilinn upp um deild. Heimamenn voru komnir með tveggja marka forystu eftir 17 mínútur og unnu á endanum magnaðan 3-0 sigur og tryggðu sér þar með annað sætið í 3. deild. Til hamingju Kormákur Hvöt!
Meira

Stuðningur verður mikilvægur í dag – allir á völlinn!

Í dag verða spilaðir tveir ansi hreint mikilvægir knattspyrnuleikir á Norðurlandi vestra. Á Sauðárkróki mætast lið Tindastóls og ÍBV í leik þar sem sæti í Bestu deild kvenna er undir en liðið sem tapar mun að öllum líkindum falla nema lið Selfoss komi á óvart í Keflavík. Á Blönduósi ætla síðan leikmenn Kormáks Hvatar að komast í sögubækurnar og tryggja sér sæti í 2. deild í fyrsta skipti. Þá vantar eitt stig í leik gegn liði Augnabliks en munu eflaust leika til sigurs. Því miður hefjast báðir leikirnir kl. 14:00 þannig að fólk nær ekki að styðja bæði liðin en það verður frítt á völlinn bæði á Króknum og á Blönduósi.
Meira