V-Húnavatnssýsla

Erfið lokahelgi frábærs tímabils hjá stelpunum

Norðvesturúrvalið í 3. og 2. flokki (Tindastóll, Hvöt, Kormákur og Fram) spilaði síðustu leiki sína þetta sumarið nú um helgina. Fyrst mættu stelpurnar í 2. flokki sameinuðu liði Þórs/KA/Völsungs 2 í leik þar sem spilað var um sæti í A-deild og höfðu gestirnir betur, 3-5. Í dag spilaði síðan 3. flokkur gegn liði FH/ÍH en sá leikur endaði 0-6 og gestirnir tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.
Meira

,,Saumaáhuginn leiddi til allslags tilrauna“

Guðrún Björg Guðmundsdóttir, oftast kölluð Gunna, fædd og uppalin í Húnavatnssýslu, búsett í Jöklatúninu á Króknum.
Meira

Stórleikur hjá 2. flokki kvenna á laugardag

Fótboltastelpurnar á Norðurlandi vestra hafa heldur betur sýnt takta í sumar. Nú á fimmtudagskvöldið spilaði 2. flokkur Tindastóls, Kormáks, Hvatar og Fram sinn síðasta leik í B-riðli Íslandsmótsins og var andstæðingurinn Haukar. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði og fór svo að Norðvestur-úrvalið vann leikinn 2-4 og endaði efst í riðlinum, fékk 30 stig í 12 leikjum.Á morgun, laugardag, spila stelpurnar síðan við Þór/KA/Völsung 2 á Sauðárkróksvelli þar sem sætið í A-deild er í húfi.
Meira

Ásdís Aþena gefur út Break Apart

„Það eru fjögur lög á plötunni. Eitt coverlag og þrjú frumsamin lög (eitt á íslensku og tvö á ensku). Það er hægt að segja að þetta séu fullkomin haustlög þar sem þau eru öll frekar dramatísk og drungaleg,“ segir Ásdís Aþena um EP-plötu sína, sem hún kallar Break Apart, og bætir við: „Fullkomin fyrir skammdegisþunglyndið sem mun hrjá okkur öll eftir nokkrar vikur eða mánuði.“
Meira

Minningartónleikar um Skúla Einarsson

Minningartónleikar um Skúla Einarsson, bónda og tónlistarmann, sem féll frá í nóvember 2021 eftir langar og stranga baráttu við krabbamein. Til að heiðra minningu hans verða haldnir minningartónleikar þanni 21.október 2023 í Félagsheimilinu á Hvammstanga sem byrja klukkan 20:00.
Meira

SSNV leitar að liðsfélaga

Á vef SSNV kemur fram að þau eru að leita að öflugum, framsýnum og markaðsþenkjandi verkefnastjóra til að styrkja við framþróun í menningar-, atvinnu-,og markaðsmálum landshlutasamtakanna. Þau leita að einstakling sem er tilbúinn til að vinna með þeim að eflingu svæðisins og taka þátt í spennandi vegferð og uppbyggingu. 
Meira

Vilja að höfuðstöðvar RARIK verði á landsbyggðinni

Húnahornið segir frá því að fimm þingmenn Framsóknarflokksins og þrír þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um flutning höfuðstöðva RARIK ohf. á landsbyggðina. Vilja þau að Alþingi feli fjármála- og efnahagsráðherra að stefna að flutningi höfuðstöðvanna og að hann kanni á grundvelli hagsmuna félagsins hvar væri hentugast að byggja upp höfuðstöðvarnar og efla starfsstöðvar RARIK um landið. Þingsályktunartillagan hefur tvisvar áður verið lögð frá, á 151. löggjafarþingi og því 153.
Meira

„Áfram og upp!“ segir Unnur Valborg

„Ég er óskaplega stolt af þessum árangri liðsins og er nokkuð viss um hann er eitt af mestu afrekum í íþróttasögu Húnvetninga. Þessi félagsskapur sem heldur utan um liðið er rekinn áfram af leikgleði og alltaf er stutt í léttleikann. Það ásamt góðum þjálfurum og topp leikmönnum er í dag að skila þessum frábæra árangri,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, þegar Feykir innti hana eftir því hvort það afreka liðs Kormáks/Hvatar, að tryggja sér sæti í 2. deild, væri stærsta íþróttaafrek húnvetnskrar íþróttasögu.
Meira

Búið ykkur undir stórsýningu í Reiðhöllinni

Á Laufskálaréttarsýningunni, sem verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn 29. september, mætast þeir þættir sem skapa þá menningu sem fólk leitast við að upplifa þegar Laufskálaréttarhelgin gengur í garð; hestar, söngur, sögur og gleði.
Meira

Sjóndeildarhringur sveitarstjórnarfólks víkkaður

Oft hefur verið rætt um mikilvægi fræðslu fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og ýmsar leiðir verið farnar til að koma til móts við þá þörf. Undanfarin kjörtímabil hafa ýmis landshlutasamtök sveitarfélaga skipulagt fræðsluferðir fyrir kjörna fulltrúa og bæjar- og sveitarstjóra til að kynna sér hvað efst er á baugi hjá nágrannaþjóðum. Í hópi þessara landshlutasamtaka eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) sem ákváðu snemma á þessu ári að skipuleggja sameiginlega ferð til Skotlands.
Meira