Meira spenntur fyrir þessu gamla góða / ÞORSTEINN RÓBERTS
Ungur maður er nefndur Þorsteinn Snær Róbertsson, fæddur 1994, og er frá sveitabýlinu Hvalshöfða í Hrútafirði. Hann er alinn upp á Reykjaskóla í Hrútafirði og fluttist síðar yfir á Hvalshöfða, sonur Hadísar Brynju Þorsteinsdóttur og Róberts Júlíussonar.
Þorsteinn spilar á kassagítar og munnhörpu og segir það hafa verið sitt stærsta afrek á tónlistarsviðinu þegar hann spilaði nokkur kántrýlög sem hann hafði sett saman en með honum spiluðu bræður hans, Júlíus og Daníel. Þetta var í Borgarvirki á unglistahátíðinni Eldur í Húnaþingi sumarið 2015.
Hvaða lag varstu að hlusta á? Rebel Within eftir Hank Williams the third.
Uppáhalds tónlistartímabil? Tónlistin í kringum 1960 til 1990.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ekkert sérstakt, ég er meira spenntur fyrir þessu gamla góða.
Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Það var nú allskonar, Rammstein, Metallica, Bubbi Morthens, Highway men, Bob Marley ,Nirvana og Elo og ýmislegt fleira.
Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Hmm, hann var nú ekki keyptur, heldur fann ég geisladisk með Johnny Cash í vegkantinum við Hvammstanga. Það kveikti áhuga minn á kántrýtónlist.
Hvaða græjur varstu þá með? Ferðageislaspilara sem var rosagræja á þeim tíma.
Hver var fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa fílað í botn? Du hast með Rammstein.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn eða fer óstjórnlega í taugarnar á þér? Despasito.
Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Lagið 1999 með Prince.
Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? County Roads eftir John Denver.
Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég færi til Texas á tónleika með Willy Nelson og tæki Júlla bróðir með.
Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Low eftir Flo Rida.
Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera eða haft mest áhrif á þig? Johnny Cash.
Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út eða sú sem skiptir þig mestu máli? Kona eftir Bubba Morthens.
Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum?(lag/flytjandi)
Trúir þú á engla - Bubbi Morthens
Efemia - Papar
Leyndarmál frægðarinnar - Bubbi Morthens
Ghostriders in the Sky - Johnny Cash
Myndir - Ásgeir Trausti
Peace Train - Cat Stevens
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.