Skagafjörður

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju í kvöld

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er að venju haldið mánudag í Sæluviku nánar tiltekið í kvöld 29. apríl kl. 20:00.
Meira

Halla Hrund á Norðurlandi vestra í dag

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir verður á ferð og flugi um Norðurland í vikunni og býður heimamönnum til opinna funda og samtals um embætti forseta Íslands. Tveir fundir verða í Húnavatnssýslum, í Víðigerði og á Blönduósi í dag og þá verður hún á Sauðárkróki í kvöld.
Meira

Sýning á ljósmyndum Stebba Ped á Sæluviku

Við setningu Sæluviku í gær var opnuð sýning á myndum Stefáns B. Pedersen í Safnahúsi Skagfirðinga og verður hún opin á meðan á Sæluviku stendur. Í tilkynningu á vef Héraðsskjalasafns Skagfirðinga segir. „Árið 2018 afhenti Stebbi Ped, eins og hann var ávallt kallaður, ljósmyndasafn sitt til Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Hér er um stórt safn að ræða enda afrakstur ævistarfs Stebba sem stofnaði ljósmyndastofu á Sauðárkróki árið 1958.“
Meira

Sæluvikan var sett í dag

Sæluvikan var sett í dag við athöfn í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorgið á Króknum, Það var fullur salur og góð stemning. Á samkomunni var tilkynnt um hverjir hlutu Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024 og úrslit í Vísnakeppni Safnahússins. Nemendur í Tónlistarskóla Skagafjarðar léku við hvurn sinn fingur og opnuð var ljósmyndasýning með myndum Stefáns heitins Pedersen.
Meira

„Þau eru ein af ástæðum þess að það er gott að búa í Skagafirði“

Við setningu Sæluvikunnar í dag voru afhent Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024 en verðlaunin eru þakklætisvottur samfélagsins til einstaklinga, fyrirtækja stofnana eða félagasamtaka sem þykja hafa staðið sig vel í eða efla skagfirskt samfélag. Að þessu sinni voru það hjónin Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir og Árni Björn Björnsson, oft kenndur við Hard Wok Café, sem hlutu viðurkenninguna.
Meira

Frumsýningu á Litlu hryllingsbúðinni frestað

Það var mikil eftirvænting eftir frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Litlu hryllingsbúðinni í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Frumsýna átti að hefjast kl. 20 í kvöld en eins og alltaf getur gerst þá komu upp veikindi í leikarahópnum og því hefur þurft að fresta sýningu. Samkvæmt upplýsingum Feykis verður staðan tekin að nýju á þriðjudag og þá kemur í ljós hvort hægt verið að frumsýna á miðvikudag.
Meira

Ostapasta og hvítlauksbrauð

Matgæðingar vikunnar í tbl 23, 2023, voru þau Saga Sjöfn Ragnarsdóttir og Sigurður Birkir Gunnarsson. Þau eru bæði fædd á Sauðárkróki og búa þar með dætrum sínum, Bríeti Sunnu (4 ára) og Heklu Björt (1 ½ árs) ásamt kettinum T-800. Saga flutti með mömmu sinni, Evu Árna, til Vestmannaeyja árið 2000 en kom aftur á Krókinn 2007 og hefur sama og ekkert yfirgefið bæinn síðan. Siggi, sem hefur alltaf búið á Króknum að frátöldum tveim vetrum í háskólanum fyrir sunnan, bauð skvís í partý og hafa þau eytt flestum sínum dögum saman síðan 2013.
Meira

Ágæt frammistaða en engin stig til Stólastúlkna

Breiðablik og Tindastóll mættust í dag á Kópavogsvelli í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Blikar unnu góðan sigur í fyrstu umferð á meðan Stólastúlkur máttu sætta sig við svekkjandi tap fyrir FH í leik þar sem þær áttu meira skilið. Eins og reikna mátti með í dag voru heimastúlkur talsvert sterkari í leiknum, fengu mörg færi til að skora en lið Tindastóls fékk sömuleiðis góð færi en fór illa að ráði sínu. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Breiðablik og lið Tindastóls því án stiga og marka að loknum tveimur leikjum.
Meira

Lið Aþenu gerði Stólastúlkum grikk

Einvígi Aþenu og Tindastóls um sæti í Subway-deild kvenna næsta haust hófst í Austurbergi í Breiðholti í gærkvöldi. Lið Tindastóls hafði lagt Subway-deildar lið Snæfells að velli og Aþenu-stúlkur lið KR í undanúrslitum og því búist við spennandi einvígi. Niðurstaðan varð hinsvegar leiðinlega stór sigur Aþenu því eftir ágæta byrjun gestanna tók Breiðholtsliðið öll völd, var 15 stigum yfir í hálfleik og svo versnaði bara vont. Lokatölur 80-45 og ljóst að Stólastúlkur þurfa að sýna annað andlit í Síkinu á mánudaginn.
Meira

Sæluvikan sett á sunnudag í Safnahúsi Skagfirðinga

Sæluvika Skagfirðinga hefst formlega í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 28. apríl kl. 13:00. Á heimasíðu Sæluvikunnar segir að kaffi og terta verði í boði fyrir gesti og því ekki vit í öðru en að skella sér í skárri fötin og mæta í hátíðarskapi í Safnahúsið þar sem við sama tækifæri verður opnuð ljósmyndasýning með myndum úr safni Stefáns Pedersen.
Meira