30 milljónir settar í undirbúning fyrir Fljótagöng
feykir.is
Skagafjörður
16.09.2024
kl. 09.23
Stjórnvöld hafa ákveðið að flýta rannsóknum fyrir jarðgöng úr Fljótum og til Siglufjarðar og er nú stefnt að því að borun fyrir jarðgöng geti hafist árið 2026. Þrjátíu milljónum verður varið í að undirbúa gerð jarðganga úr Skagafirði í Fjallabyggð sem myndi leysa af hólmi veg um Almenninga en hann hefur farið illa í veðrum og jarðhreyfingum undanfarin ár og er talinn hættulegur vegfarendum.
Meira