Stólarnir negla samning við Nesa
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við heimamanninn Hannes Inga Másson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deildinni. Hannes þarf vart að kynna fyrir Tindastólsfólki og það eru ákaflega ánægjuleg tíðindi að hann taki slaginn með liðinu áfram.
„Ég er virkilega spenntur fyrir komandi tímabili, mér lýst vel á nýja þjálfara og hópinn sem við erum með,” segir Hannes en hann sýndi góða takta í æfingaleiknum gegn Stjörnunni á dögunum og smellti í 14 stig.
Dagur formaður er líka spenntur fyrir tímabilinu og ánægður með veru Hannesar í liðinu „Það er sérstaklega ánægjulegt að halda svona öflugum heimamanni í liðinu. Hannes er frábær liðsmaður og í fantaformi og verður gaman að fylgjast með honum í vetur."
Þriðji æfingaleikur Stólanna er síðan annað kvöld en þá mætir lið Hattar frá Egilsstöðum í Síkið og hefst leikur kl. 19:15.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.