Skagafjörður

Doritos kjúklingur og gamla góða eplakakan

Meira

Skiptir skipulag máli?

Skipulagsgögn eiga að tryggja samráð við almenning og öll eiga að hafa tækifæri til þess að hafa áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Öll hafa aðgengi að skipulagsáformum og leiðum til að koma skoðunum sínum á framfæri áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar og er mikilvægt að nýta sér það. Ábendingar og mótmæli íbúa og hagsmunaaðila eiga að geta leitt til breytinga á skipulagsáformum eða að hætt sé alfarið við þau.
Meira

Reynir var valinn efnilegasti leikmaður Þórs í vetur

Um miðjan maí hélt körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri sitt lokahóf en Þórsarar voru með lið í Subway-deild kvenna og 1. deild karla. Í kvennaflokki voru tvær stúlkur sem stigu eitt sinn dansinn með liði Tindastóls, þær Maddie Sutton og Eva Wium Elíasdóttir, verðlaunaðar og þá var Króksarinn og Íslandsmeistarinn Reynir Róbertsson valinn efnilegasti leikmaður Þórs á síðasta tímabili.
Meira

Stefnir í sumarhelgi og hjólhýsaviðrun

Eitthvað örlítið var Feykir að grínast með veðrið í pappírsútgáfu sinni nú í vikunni. Bent var á að tveggja stafa hitatölur hafa ekki verið að gera gott mót þetta vorið. Síðan var sagt var frá að spáð væri allt að 15 stiga hita á Norðurlandi vestra – þetta var spá mánudagsins fyrir helgina framundan – en að sjálfsögðu væri spáð allt að 20 gráðum á Akureyri. Nú hefur þeim á Veðurstofunni snúist hugur.
Meira

Davis Geks áfram með Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls gaf frá sér tilkynningu fyrir stuttu að samið hafi verið við Davis Geks um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili 2024-2025. Davis Geks samdi fyrst við Tindastól í febrúar 2023 og varð hann Íslandsmeistari með liðinu það ár.
Meira

„Við gerum ráð fyrir að fallið verði frá þessum áætlunum“

Talsverð umræða hefur skapast um þá áætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar að tjaldsvæði á Sauðárkróki verði í Sæmundarhlíð neðan og norðan Hlíðarhverfis og lægi þannig að Sauðárgili. Skipulag svæðisins hefur verið auglýst og sitt sýnist hverjum. Þeir sem búa í nágrenni við áætlað tjaldsvæði hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni og stofnaður var hópur á Facebook í vetur þar sem fólki hefur gefist kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Þar var þess til að mynda krafist að áður en endanleg ákvörðun yrði tekin gæfist íbúum kostur á að funda með sveitarfélaginu.
Meira

Samningar um rekstur Fab Lab smiðja endurnýjaðir

Á síðu stjórnarráðsins er sagt frá því að í vikunni hafi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari undirritað nýjan samning um Fab Lab Reykjavík sem staðsett er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Undirritun þessa samnings er sú fyrsta í röðinni í því ferli að endurnýja samninga við alls 11 Fab Lab smiðjur víðs vegar um landið.
Meira

Berglind ráðin verkefnastjóri hjá SSNV

Berglind Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá SSNV og mun hún hefja störf í sumar. Berglind býr yfir víðtækri og góðri reynslu af verkefnastjórnun og hefur reynslu af að innleiða og stýra umfangsmiklum verkefnum.
Meira

Háskóli Íslands og Háskólinn á Hólum sameinast um háskólasamstæðu

Háskóli Íslands (HÍ) og Háskólinn á Hólum (HH) hafa komið sér saman um grunnatriði stjórnskipulags háskólasamstæðu. Um er að ræða stórt skref í átt að sameiningu skólanna tveggja í háskólasamstæðuna, sem fýsileikagreining gaf til kynna að yrði farsælt skref. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir að mikil uppbygging á sérhæfðu kennslu- og rannsóknahúsnæði á Hólum og á Sauðárkróki sé áætluð samhliða myndun háskólasamstæðunnar til að standa undir eflingu náms og rannsókna tengdum lagareldi, ferðaþjónustu og íslenska hestinum.
Meira

Kynningarefni vegna kosninga um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar

Húnabyggð og Skagabyggð hafa sett á vefsíður sínar kynningarefni vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna, sem fram fara 8. til 22. júní næstkomandi. Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér efnið. Áætlað er að halda íbúafund í Skagabúð mánudaginn 3. júní klukkan 20 og í Félagsheimilinu á Blönduósi þriðjudaginn 4. júní kl. 20. Boðið verður upp á rafrænan aðgang að fundunum.
Meira