Flunkunýr Feykir kominn út
Það klikkaði ekki í morgun frekar en allflesta miðvikudag1 að Feykir kom ylvolgur úr prentun í Hafnarfirði. Blaðið er í klassísku 12 síðna Feykis-broti og prentað í fjórlit. Að þessu sinni er opnuviðtalið við Óla Björn Pétursson sem auk þess að starfa í Mjólkursamlagi KS rekur filmufyrirtækið Filmbase á Króknum.
Hann fór ásamt föður sínum og Fannari bróðir sinum í viðskipta- og ævintýraferð til Arabíu og Kína og segir frá henni og þeirri þjónustu sem hann býður upp á. Þá er viðtal við Sigurlaugu Vordísi leikstjóra Ávaxtakörfunnar, Fanney Birta Músík Bingó-stjóri svarar Tón-lystinni og Ásta Júlía gefur lesendum nokkrar spennandi uppskriftir í matarþætti blaðsins.
Eitthvað var Feykisfólk að flýta sér við að leggja lokahönd á blaðið fyrir prentun því það gleymdist að setja inn rétta myndatexta undir tvær myndir og þá náði ritstjórinn að eigna sér viðtal blaðamanns, Gunnhildar Gísladóttur, á fínu viðtali hennar við Sigurlaugu Vordísi. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.