Skagafjörður

Grannaslagur í Höllinni á Akureyri í kvöld

Það er þokkalegur stórleikur í körfunni í kvöld en þá mæta Stólastúlkur erkifjendunum í liði Þórs en leikurinn fer fram í Höllinni á Akureyri og hefst kl. 19:15. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur, það er alltaf ákveðin spenna að fara á Akureyri,“ sagði Klara Sólveig Björgvinsdóttir fyrirliði Tindastóls þegar Feykir spurði út í leikinn. „Ég á von á hörkuleik, Þórs stelpurnar eru vanar að berjast þannig ég held að þetta verði mjög skemmtilegur leikur.“
Meira

Mjög skiljanleg umræða um EES | Hjörtur J. Guðmundsson

Vaxandi umræða um það hvort rétt sé fyrir okkur Íslendinga að vera áfram aðilar að EES-samningnum er afar skiljanleg þó Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, telji hana óskiljanlega samanber pistill hennar í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún hélt því enn fremur meðal annars fram að án samningsins færum við aftur í torfkofana. Eða eins og hún kaus að orða það: „Eins og það sé einhver glóra í því fyrir þjóð sem á allt sitt undir viðskiptum við önnur lönd að forða sér aftur inn í torfkofana.“
Meira

Starfsfólk Árskóla hvetur Skagafjörð til að sýna kennurum sínum stuðning

Starfsfólk Árskóla harmar það að sveitarfélagið Skagafjörður hafi ætlað sér að halda starfsemi leikskólans Ársala gangandi í þeim verkfallsaðgerðum félagsmanna KÍ sem þar starfa.
Meira

Ályktun og áskorun frá Kennarafélagi FNV

Kennarafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fundaði þriðjudaginn 29. október til stuðnings leikskólakennurum í Ársölum og sendi í kjölfarið eftirfarandi ályktun og áskorun til sveitarstjóra, sveitarstjórnar og sviðsstjóra fjölskyldusviðs Skagafjarðar.
Meira

„Skemmtilegast finnst mér að setja saman mynstur og gera eins og mér hentar“

Una Aldís býr á Hólaveginum á Króknum, er gift Stefáni Guðmundssyni og eiga þau þrjá syni. Tveir eru farnir suður í háskóla en sá yngsti enn heima. Una vinnur hjá KPMG, spilar blak með Krækjum og mætir eldsnemma í ræktina 550 með hinum morgunhönunum.
Meira

Samþykkt að ráðast í forval vegna hönnunar menningarhúss á Sauðárkróki

Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki fundaði 8. október síðastliðinn en nefndina skipa einn fulltrúi frá hverjum flokki sem sæti á í sveitarstjórn. Á fundinum var farið yfir drög að forvalsgögnum vegna þátttökurétts í lokaðri hönnunarsamkeppni vegna nýs menningarhúss á Sauðárkróki. Fulltrúar frá VSÓ ráðgjöf fóru yfir ferlið og í lok fundar samþykkti byggingarnefnd samhljóða að ráðast í forval. En hvað þýðir þetta nú? Feykir forvitnaðist um það hjá Einari E. Einarssyni forseta sveitarstjórnar.
Meira

Lýsa yfir óánægju með aðgerðir Skagafjarðar í leikskólanum Ársölum

Í bréfi til sveitarstjóra, fræðslusviðs og leikskólastjóra sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsa Inga Jóna Sveinsdóttir og Hafdís Einarsdóttir, foreldrar, starfandi kennarar og fulltrúar í foreldraráði Ársala, yfir óánægju með að sveitarfélagið hafi skipulagt opnun leikskólans Ársala í dag þrátt fyrir verkfallsaðgerðir KÍ. „Við teljum ekki réttlætanlegt að hafa deildir opnar, með skertri starfsemi, þegar deildarstjóra vantar á deildir þar sem hann stýrir faglegu starfi hverrar deildar fyrir sig,“ segir m.a. í bréfinu.
Meira

Heitavatnslaust á morgun

Til notenda á hitaveitu sem eru tengdir við Varmahlíðaveituna það verður heitavatnslaust miðvikudaginn 30.okt. frá kl. 09:00 – 11:00 vegna vinnu við endurbætur á tengingum í dælustöðinni í Varmahlíð.
Meira

Verkfallsbroti mótmælt við leikskólann Ársali á Sauðárkróki

Á miðnætti hófust verkföll í níu skólum á landinu en kennarar eiga nú í samningaviðræðum við samninganefnd sveitarfélaganna um bætt kjör en þar hefur lítið þokast að því er virðist. Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki er einn þessara níu skóla en það var ljóst í gær að sveitarfélagið Skagafjörður ætlaði ekki að virða viðmiðunarreglur KÍ þegar gefið var út að Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki ætti að vera opinn og lágmarksstarfsemi ætti að vera í leikskólanum. Leikskólakennarar í Ársölum, kennarar í Lundaskóla á Akureyri og Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, voru mætt fyrir utan Ársali í morgun til að mótmæla því að leikskólinn yrði opinn.
Meira

Kaupfélagsmaður í 85 ár

Á dögunum kom Aðalsteinn J. Maríusson færandi hendi á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga. Eins og þekkt er er Aðalsteinn mikill hagleiksmaður og er m.a. þekktur fyrir afar fallega steinsmíði. Með heimsókn þessari vildi hann einmitt færa kaupfélaginu fallega skorinn og áletraðan jaspis stein. Steinn þessi er upprunninn hér í Skagafirði, en eins og alkunna er þá gefa steinasafnarar ekki upp nákvæma staðsetningu á svona fundi.
Meira