Grannaslagur í Höllinni á Akureyri í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.10.2024
kl. 10.10
Það er þokkalegur stórleikur í körfunni í kvöld en þá mæta Stólastúlkur erkifjendunum í liði Þórs en leikurinn fer fram í Höllinni á Akureyri og hefst kl. 19:15. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur, það er alltaf ákveðin spenna að fara á Akureyri,“ sagði Klara Sólveig Björgvinsdóttir fyrirliði Tindastóls þegar Feykir spurði út í leikinn. „Ég á von á hörkuleik, Þórs stelpurnar eru vanar að berjast þannig ég held að þetta verði mjög skemmtilegur leikur.“
Meira