Skagafjörður

Tindastólsstúlkur í Subway deild

Stórtíðindi á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls þar sem segir að meistaraflokki kvenna Tindastóls hefur boðist að taka sæti Fjölnis í Subway deild kvenna á næstu leiktíð eftir að stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis dró liðið úr keppni.
Meira

Ennþá hægt að sækja um í Garðlönd sveitarfélagsins

Þau sem hafa áhuga á að rækta grænmeti og ýmislegt annað en vantar aðstöðu ættu að sækja um reit í Garðlönd sveitarfélagsins sem staðsett eru á Nöfunum á Sauðárkróki og við Reykjarhól í Varmahlíð. Í frétt á skagafjordur.is segir að til að sækja um þurfi að senda póst á Kára Gunnarsson á kari@skagafjordur.is en aðstaðan er gjaldfrjáls líkt og verið hefur undanfarin sumur og því tilvalið að nýta þetta flotta framtak Sveitarfélagsins. 
Meira

Sameinuð erum við sterkari heild.

Sveitarstjórnir Skagabyggðar og Húnabyggðar hafa ákveðið að boða til íbúakosninga núna í júní um sameiningu sveitarfélaganna. Að baki þeirri ákvörðun liggur niðurstaða samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna. Sú niðurstaða er að það sé framfaraskref að sameina sveitarfélögin í eitt sveitarfélag og með því verði það öflugt, með sterkari rekstrargrundvöll til að bæta þjónustu við íbúa og hafi aukinn slagkraft. Ég get tekið heilshugar undir þá niðurstöðu. En hvers vegna?
Meira

Sjóvá Smábæjaleikarnir haldnir 15. og 16. júní á Blönduósi

Dagana 15. - 16. júní verða hinir árlegu Sjóvá Smábæjaleikar á Blönduósi. Er þetta í tuttugasta skipti sem þetta mót er haldið en á því er keppt í knattspyrnu í 8., 7., 6. og 5. flokki bæði drengja- og stúlknaflokkum. Mikil stemmning er á þessu móti og hefst keppnin á laugardagsmorgninum og stendur yfir fram á miðjan sunnudag. Íbúar í Húnabyggð og í nærliggjandi bæjarfélögum eru hvattir til að kíkja á ungu kynslóðina spreyta sig með boltann og er ekki spurning að þarna verða á ferðinni upprennandi fótboltastjörnur.
Meira

Áfram hret í kortunum

Ein sú sumarlegasta og skemmtilegasta fyrirsögn sem blaðamaður getur gert svona í sumarbyrjun. Veðrið þessa dagana er efni í frétt. Að keyra til vinnu dag eftir í dag í krapa og slabbi sem er þess eðlis að ef þú ekki ætlar að fleyta bifreiðinni utan vegar þá þarftu að aka mjög varlega er fréttnæmt 6. júní. 
Meira

Pétur Jóhann á Hvammstanga á morgun, 7. júní, í Félagsheimilinu

Pétur Jóhann er á léttum rúnti  um landið til að græta landann úr hlátri og er næsta stopp á Hvammstanga föstudaginn 7. júní í Félagsheimilinu. Herlegheitin byrja kl. 21:00 og í þetta skiptið verður Pétur með splunkunýtt efni þar sem hann fer um víðan völl og lætur gamminn geysa. Einnig má gera ráð fyrir að kötturinn, Gunnþór og fleiri snillingar líti við.
Meira

Umhverfisdagar Skagafjarðar

Umhverfisdagar Skagafjarðar 2024 verða haldnir dagana 7. – 14. júní nk. Í ár eru 35 ár frá því að umhverfisdagar voru fyrst haldnir í firðinum. Á Umhverfisdögum eru íbúar Skagafjarðar hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið að fá snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki, býli og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl, komi bílhræjum, vélhræjum og öðrum hræjum í endurvinnslu. Snyrti til í og við lóðir sínar og lönd, og á nærliggjandi opnum svæðum.
Meira

Nýir ráðgjafar hjá Skagafirði

Á vef Skagafjarðar segir að þær Nína Ýr Níelsen og Steinunn Anna Helgadóttir hafa verið ráðnar inn sem ráðgjafar á fjölskyldusviði Skagafjarðar en stöðurnar voru auglýstar í maí sl. Munu þær báðar hefja störf á haustmánuðum.
Meira

Umhverfisdagar í Skagafirði | Sigurjón Þórðarson skrifar

Heilbrigðiseftirlitið fagnar komandi umhverfisdögum Skagafjarðar 7. – 14. júní nk. og vill um leið þakka vel fyrir umhverfisdag FISK sem haldinn var í maí. Hvatt er til þátttöku í dögunum með því að fara nú um umhverfi og hreinsa það sem ekki verður nýtt og verður aldrei til gagns. Það sem á að geyma er rétt að koma í hvarf og raða upp með skipulegum hætti, til þess að koma í veg fyrir sjónmengun.
Meira

„Ég nýt þess að skapa og syngja og gleðja fólk“

Söngvaskáldið Svavar Knútur er stokkinn af stað í tónleikaferð um landið sem hann kallar Litrík og hlýleg. Ferðina hóf hann í heimabæ sínum, Akureyri, í lok maí en í kvöld, miðvikudaginn 5. júní, spilar hann í Gránu á Sauðárkróki en hann bjó um árabil á Skálá í Skagafirði. Svavar Knútur er á stöðugum þeytingi um heiminn, oftar en ekki einn með gítarinn. Feykir átti línulegt samtal við listamanninn...
Meira