Skagafjörður

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldinn næstkomandi mánudaginn 24. júní í Húsi Frítímans. 
Meira

Réttindabarátta strandveiðimanna og sjávarbyggða – rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí sl. í sextánda sinn. Mikil veiði hefur verið enda mikið af fiski á öllum miðum handfærabáta og útlit fyrir stöðvun veiða mánaðamótin júní-júlí auki matvælaráðherra ekki aflamagn til strandveiða og tryggi 48 veiðidaga í sumar. Í fyrra voru veiðar stöðvaðar 11. júlí og hittiðfyrra 21. júlí. Ekkert hefur orðið af kosningaloforðum VG, sem farið hefur með matvælaráðuneytið allt kjörtímabilið, um að efla strandveiðar og sagði: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi.
Meira

Feykisþrennan | Þrír fótboltaleikir á laugardegi

Það var fótboltalaugardagur í gær en allir þrír meistaraflokkarnir á Norðurlandi vestra voru í eldlínunni. Uppskeran var eins misjöfn og hún bat orðið; einn sigur, eitt jafnetli og tap. Í Bestu deild kvenna gerðu Stólastúlkur tvö mörk á AVIS vellinum í Reykjavík en það dugði skammt því heimastúlkur í Þrótti gerðu fjögur mörk og unnu sanngjarnan 4-2 sigur.
Meira

Áhuginn fyrir útsaumi kviknaði á Þjóðminjasafninu

Síðustu helgina í maí var opnuð í Héðinsminni sýning með útsaumsmyndum Sigríðar Sigurðardóttur sem margir þekkja sem Sirrí í Glaumbæ þó hún sé reyndar frá Stóru-Ökrum í Blönduhlíðinni og hætt sem safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga. Á þessari sýningu Sirríar, sem er margt til lista lagt, eru glæsilegar útsaumsmyndir og reflar sem flest eru saumuð með íslenska krosssaumnum.
Meira

Friðrik Hrafn snýr heim í Skagafjörð

Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls kemur fram að samið hefur verið við Friðrik Hrafn Jóhannsson um stöðu yfirþjálfara og þjálfun yngriflokka félagsins. Friðrki mun einnig vera aðstoðaþjálfari meistaraflokks karla.
Meira

Viðbragðshópur vegna áhrifa kuldatíðar á landbúnað tekur til starfa

Settur hefur verið á laggirnar viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Þar sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra. Fleiri kunna að koma að verkefninu eftir því sem því vindur fram. Hópurinn fundaði nú í morgun en fyrir liggur að kuldakastið hefur þegar haft verulega neikvæð áhrif á starfsemi bænda, bæði til skemmri og lengri tíma.
Meira

Prjónagleðin hefur vaxið með hverju árinu

Næstkomandi helgi dagana 7.-9. júní verður Prjónagleðin haldin í áttunda sinn í Húnabyggð. Í nýjasta tbl. Feykis birtum við viðtal við Ernu Jónmundsdóttur sem uppalin er í Bolungarvík en hefur búið á Blönduósi í 19 ár með eiginmanni sínum, Róberti Daníel Jónssyni, og þremurbörnum. „Handavinna var sennilega það fag í grunnskóla sem mér fannst leiðinlegast og náði t.d. aldrei tökum á prjónaskap. Tókst með herkjum að prjóna einn nálapúða og svo orm sem var 20 cm langur, byrjaði í 20 lykkjum en endaði í 37! Var sem sagt í laginu eins og kaffipoki áður en hann var saumaður saman.
Meira

Evrópski fjárfestingasjóðurinn hefur undirritað samning við Byggðastofnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aukið aðgengi að 3,2 milljarða króna lánsfé með bakábyrgð á lánum gegnum InvestEU áætlun Evrópusambandsins
Meira

Draumahátíð handavinnuelskenda

Nú er framundan allsherjar prjónagleði á Blönduósi. Hátíð sem hefur skipað sér fastan sess í viðburðadagatali sumarsins í Húnabyggð. Er þetta í áttunda sinn sem hátíðin verður haldin um komandi helgi 7.- 9. júní. Þegar mikið stendur til er nauðsynlegt að taka stöðuna fyrir helginni og heyrði blaðamaður í Svanhildi Pálsdóttur viðburða – og markaðsstjóra Textilsmiðstöðvar Íslands í nýjasta tbl. Feykis. 
Meira

Stúlkur frá Norðurlandi vestra fulltrúar Íslands á Heimsmeistaramóti ungra bakara

Heimsmeistaramót ungra bakara var haldið hér á landi dagana 3.-5. júní en keppnin hefur verið haldin af International Union of Bakers & Confectioners (UIBC) síðan 1972 en það er alþjóðlegt samband fyrir bæði bakara og kökugerðarmenn um allan heim. Hér er á ferðinni stór og mikill viðburður sem Landssamband bakarameistara (LABAK) sjá um og var haldið á Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti sem þetta heimsmeistaramót er haldið hér á landi heldur einnig í fyrsta skipti sem eitt af norðurlöndunum heldur mótið en sjö önnur lönd tóku þátt í ár. 
Meira