Skagafjörður

Fiskisúpa og mulningspæja

Matgæðingur í tbl 15, 2021, var Herdís Pálmadóttir en hún býr í Noregi ásamt fjölskyldu sinni, þeim Þormóði Inga, Sóldísi, Ingu Dís og Þormóði Ara. Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu í dag hafa þau ekki komið til Íslands í þrjú heil ár og hlakka þau mikið til að geta komið aftur á Krókinn þar sem krakkarnir fá að hlusta á Rás 1 með morgunmatnum og fara í heita pottinn með afa sem talar alltaf svo hátt.
Meira

Light Up! Skagaströnd verður sunnudag og mánudag

Nú um helgina, dagana 23.-24. janúar, stóð til að lýsa upp janúar-skammdegið og halda ljósasýninguna Light Up! Skagaströnd en veðrið setur smá strik í reikninginn. Að sögn Vicki O'Shea hjá Nes listamiðstöð þá færist dagskráin aftur um einn dag og í stað þess að ljósadýrðin liti skammdegið laugardag og sunnudag þá verður sýningin kl. 18:00–21:00 sunnudag og mánudag.
Meira

Þorrablót Lýtinga í beinu streymi í kvöld

„Já, við mælum með að fólk safnist saman í sinni þorra-kúlu fyrir framan skjáinn. Hafa borðhaldið klukkan 19. Opnað verður fyrir streymið klukkan 20,“ segir Evelyn Ýr Kuhne frá Lýtingsstöðum þegar Feykir spyr hvernig þorrablót Lýtinga fari fram að þessu sinni en eins og Evelyn nefnir þá verður þorrablótinu streymt í kvöld. Það er sjálfsagt óþarfi að nefna það en blótinu er að sjálfsögðu streymt vegna samkomutakmarkana tengdum Covid.
Meira

Starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis laust til umsóknar

Laust er til umsóknar starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis og auglýsir Matvælastofnun eftir metnaðarfullum og jákvæðum einstakling í starfið. Samkvæmt því sem fram kemur á Starfatorgi er um fullt starf að ræða með áherslu á stjórnun og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Meira

Sérfræðingar í stafrænum lausnum með erindi á lokaráðstefnu Digi2market

Evrópskir sérfræðingar í stafrænum lausnum eins og sýndarveruleika, viðbættum veruleika og 360° myndböndum, verða með erindi á rafrænni lokaráðstefnu Digi2market þann 26. og 27. janúar nk. Verkefnið stuðlar að notkun á stafrænum lausnum til að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki að ná til stærri markhópa. Ráðstefnan býður upp á innsýn í hvernig hægt er að nýta þessa tækni.
Meira

Landsnet gerir nú ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um Kiðaskarð

Gert er ráð fyrir breyttri legu Blöndulínu 3 sem þvera á framhérað Skagafjarðar í umhverfismatsskýrslu sem Landsnet vinnur nú að . Fallið er frá því að fara með línuna yfir Vatnsskarð, eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir, en þess í stað farin svokölluð Kiðaskarðsleið.
Meira

Appelsínugul viðvörun

Veðurstofa Íslands varar við slæmu veðri í dag og á morgun en gefnar hafa verið út gul og appelsínugul viðvörun vestan og norðanlands. „Sunnan 15-25 m/s og rigning, hvassast norðan heiða, en síðan suðvestan 15-23 og él S- og V-til. Kólnandi, hiti víða 1 til 5 stig síðdegis. Suðvestan stormur eða rok og rigning eða snjókoma um tíma í kvöld,“ segir í spá dagsins.
Meira

Laufey Harpa valin í æfingahóp U23

Blásið hefur verið lífi í ágæta heimasíðu Tindastóls og þar segir frá því að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðisins í fótbolta, hefur valið hóp U23 ára leikmanna til æfinga sem fram fara dagana 24.-26. janúar í Hafnafirði. Einn Króksari er í hópnum en það er Laufey Harpa Halldórsdóttir sem skipti úr Tindastól í Breiðablik í desember og gerði tveggja ára samning við Blikana.
Meira

Sjálfbærar Strandveiðar! :: Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson skrifa

Miklar endurbætur voru gerðar á strandveiðikerfinu á sl. kjörtímabili með 12 daga kerfi sem treysti öryggi sjómanna, efldi sjávarbyggðir ásamt nýliðun og jók jafnræði í greininni. Annað okkar leiddi þá vinnu í góðri, þverpólitískri samvinnu á Alþingi og í samstarfi við sjómenn og hagsmunasamtök þeirra. Ekki náðist á endasprettinum að tryggja varanlega 48 daga til veiðanna. Það er auðvelt ef viljinn er til staðar.
Meira

Sveitarstjórn Skagastrandar hvetur Svandísi til að hverfa frá 1.500 tonna niðurskurði strandveiðikvóta

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar í gær var tekin fyrir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, frá 21. desember þar sem skerða á þorskveiðiheimildir sem ætlaðar eru til strandveiða næsta sumar og almenns byggðakvóta. Var þessu mótmælt í bókun sveitarstjórnarinnar og á það bent að umtalsverð nýliðun hafi átt sér stað innan smábátaútgerðar á Skagaströnd á undanförnum árum sem tengja má beint við strandveiðikerfið.
Meira