Afar sjaldgæfir flækingar sem gætu haslað sér völl á Íslandi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.08.2022
kl. 08.35
Það er alltaf gaman að geta birt myndir af sjaldséðum fiðruðum gestum hér á Fróni og ekki verra ef þeir láta sjá sig hér norðan lands. Á mánudag í síðustu viku náði hinn lunkni myndasmiður Elvar Már Jóhannsson myndir af afar sjaldséðum fuglum á Þrastarstöðum á Höfðaströndinni í Skagafirði svokölluðum taumgæsum, Anser indicus sem líklega má telja til evrópskra flækinga.
Meira