Skagafjörður

Líf og fjör á Landbúnaðarsýningu

Vörusmiðjan átti öfluga fulltrúa að þessu sinni á Landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll síðastliðna helgi. Þær systur Þórhildur og Auðbjörg stóðu vaktina f.h. Vörusmiðjunnar og gerðu sér lítið fyrir og lögðu bíl smáframleiðanda á besta stað inni í höllinni.
Meira

Verður Haukum dæmdur sigur í bikarleiknum?

Tindastóll og Haukar mættust í VÍS bikarnum sl. mánudagskvöld og unnu Stólarnir leikinn af öryggi. Á daginn hefur komið að mistök urðu við leikmannaskipti hjá Stólunum þannig að á einu andartaki leiksins voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Reglan er sú að á öllum tímum skuli tveir íslenskir leikmenn vera inn á í hverju liði. Brot á reglunum þýðir að brothafi tapar leiknum 20-0 og skal greiða 250 þúsund króna sekt. Einfalt – eða kannski ekki.
Meira

Til fjalla ræður vatnahalli merkjum - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Aðalmeðferð vegna þjóðlendukrafna ríkisins á hendur landeigendum í Ísafjarðasýslum fór fram í fimm málum 4. og 5. október sl. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á þriðjudeginum 4. október fórum fram skýrslutökur og málflutningur í málum nr. 1–3/2021, sem er í máli nr. 1; fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar, máli nr. 2; fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, og máli nr. 3; fjallendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals. Á miðvikudeginum 5. október var aðalmeðferð í máli nr. 4; fjalllendi milli Önundar-, Súganda-, Skutuls- og Álftafjarða auk Stigahlíðar og Hestfjalls, og máli nr. 5; fjalllendi við Glámu auk almenninga við Hestfjörð, Skötufjörð og Ísafjörð. Samtals eru átta mál til meðferðar í Ísafjarðarsýslum.
Meira

Að girnast uxa eða asna náunga síns :: Leiðari Feykis

Ég brosti í kampinn þegar ég las frétt Vísis um það að nú væru börnum í Vídalínskirkju í Garðabæ ekki lengur kennd boðorðin tíu eins og venja hefur verið á Íslandi. Það síðasta var klippt af svo boðorðin eru þar núna einungis níu.
Meira

Vörðum leiðina saman – Skráningu lýkur í dag

Í október býður innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Fundur fyrir íbúa Norðurlands vestra verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 20. október kl. 15-17.
Meira

Nýr umferðarvefur – umferdin.is

Umferdin.is, nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar verður tekinn í notkun og kynntur á morgunfundi Vegagerðarinnar í fyrramálið, fimmtudaginn 20. október, milli klukkan 9 og 10:15. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ og opið er meðan húsrúm leyfir, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni sem ætlar að hafa heitt á könnunni og kleinur með kaffinu.
Meira

Hugarfóstur Audda Blö tilnefnt til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Fyrir einhverjum árum kviknaði hugmynd í kolli Auðuns Blöndal sem á endanum varð að grín/hasarmyndinni Leynilöggu en myndin var frumsýnd í fyrra við góðar undirtektir íslenskra bíógesta. Það sem kannski kom á óvart var að myndin hitti í mark utan landsteinanna og í dag varð vegur Leynilöggu enn tilkomumeiri því kvikmyndin var tilnefnd til Evrósku kvikmyndaverðlaunanna í flokki gamanmynda.
Meira

Háklassa vitleysa með útþvældum frösum og bröndurum :: Viðtal við höfunda Villimanna og villtra meyja

Um helgina fer fram gleðigjörningur mikill í Höfðaborg á Hofsósi þegar hugverk þeirra Jóhönnu Sveinbjargar Traustadóttur og Margrétar Berglindar Einarsdóttur, Þytur í laufi: Villimenn og villtar meyjar, verður frumsýnt. Feykir forvitnaðist um þær stöllur og leikverkið sem klárlega á eftir að kitla hláturtaugar sýningargesta.
Meira

Félagafrelsi á vinnumarkaði

Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Meginmarkmið frumvarpsins eru að tryggja rétt launamanna til að velja sér stéttarfélag, leggja bann við forgagnsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda rétt launamanna til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem þeir tilheyra ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum.
Meira

Þrjátíu ár frá stofnun Félags eldri borgara í Skagafirði

Það var þétt setinn bekkurinn í Ljósheimum þegar Félag eldri borgara í Skagafirði fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu sl. mánudag. Yfir hundrað manns nutu veislumatar og skemmtunar og var formaðurinn, Stefán Steingrímsson, afar ánægður með daginn.
Meira