Skagafjörður

Yngri flokkar Tindastóls sigursælir um helgina

Það voru margir leikir spilaðir um helgina hjá barna og unglingastarfi Körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Tveir hópar MB10, stelpu og stráka, fóru á fjölliðamót, sameiginlegt lið Tindastóls/Kormáks í 9 fl. kvenna spilaði við Keflavík, 11. flokkur karla spilaði við Njarðvík og Ungmennaflokkur karla spilaði við Hraunamenn/Laugdæli og fóru allir leikirnir fram á laugardaginn.
Meira

Réttindagæsla barna

Embætti umboðsmanns barna hefur nú hafið tilraunaverkefni til tveggja ára, um réttindagæslu barna, en um er að ræða aðgerð sem kveðið er á um í aðgerðaáætlun stjórnvalda um innleiðingu Barnasáttmálans.
Meira

Lið Snæfells lék Stólastúlkur grátt í Síkinu

Stólastúlkur fengu lið Snæfells frá Stykkishólmi í heimsókn í Síkið í kvöld í 1. deild kvenna í körfunni. Leikinn átti að spila í gær en honum var frestað um sólarhring sökum veðurs. Ekki virtist ferðalagið hafa farið illa í gestina sem tóku völdin snemma leiks og unnu öruggan sigur. Lið Snæfells var yfir í hálfleik, 19-32, og náðu síðan góðum endaspretti eftir að Stólastúlkur náðu að minnka muninn í átta stig þegar sjö mínútur voru eftir. Lokatölur 51-75.
Meira

Meintur Skagfirðingur vann skemmdarverk á sendibúnaði FM Trölla

Undanfarnar vikur og mánuði hafa útsendingar FM Trölla í Skagafirði legið niðri vegna bilunar og segir á heimasíðu Trölla að í fyrstu hafi verið talið að ástæðan væri breytingar á netsambandi í húsnæðinu sem hýsir sendibúnað FM Trölla í Skagafirði. Voru menn búnir að skoða ýmislegt, spá og spekúlera en allt kom fyrir ekki.
Meira

Opnir dagar í TextílLab á Blönduósi um mhelgina

Opnir dagar verða í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar á Þverbrautinni á Blönduósi 15.-16. október nk. Allir eru velkomnir en auk metnaðarfullrar dagskrár verður boðið upp á kaffi og pönnukökur!
Meira

Unastaðir og Fjall í Kolbeinsdal

Glöggir lesendur áttuðu sig á því að myndatexti átti engan veginn við í grein um ævintýraferð nemenda Grunnskólans austan Vatna sem birtist í 36. tölublaði Feykis. Þar stóð í myndatexta að húsið á Fjalli væri alveg til fyrirmyndar, sem það er, en myndin er hins vegar af húsinu á Unastöðum í Kolbeinsdal. Villan er alfarið á ábyrgð Feykis og leiðréttist hér með.
Meira

Keflvíkingar lögðu Stólana í hörkuleik í Blue-höllinni

Það var nánast eins og framhald á úrslitakeppninni frá í vor þegar lið Keflavíkur og Tindastóls mættust í Blue-höll Reykjanesbæjar í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í gærkvöld. Leikurinn var æsispennandi og liðin banhungruð og því ekki þumlungur gefinn eftir. Gestirnir byrjuðu betur og leiddu í hálfleik en smá rót kom á leik Stólanna þegar Drungilas var sendur úr húsi eftir að hafa rekið olnboga í höfuð Milka. Keflvíkingar komust yfir í kjölfarið og náðu með herkjum að innbyrða sigur gegn baráttuglöðum Tindastólsmönnum. Lokatölur 82-80.
Meira

Viðarsson frá Hofi valinn besti hrúturinn

Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hélt í gær lambhrútasýningu í Hvammi í Vatnsdal. Góð mæting var á viðburðinn, bæði af fólki og fénaði. Í flokki mislitra stóð efstur Grettissonur frá Akri. Í flokki kollóttra stóð efstur Fálkasonur frá Kornsá. Í flokki hyrntra stóð efstur Viðarssonur frá Hofi, og var hann jafnframt valinn besti hrútur sýningarinnar.
Meira

KS er annar nýrra eigenda Gleðipinna

Greint var frá því í gær að Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur Jónsson, fyrrum forstjóri Skeljungs, hafi samið um kaup á Gleðipinnum sem reka m.a. hamborgarakeðjurnar American Style og Hamborgarafabrikkuna. Fyrir átti KS Metro-staðina, þar sem McDonalds borgararnir fengust áður, en þar er nú unnið að endurbótum.
Meira

Étið meira lambakjöt! Leiðari Feykis

Ég rak augun í mjög svo athyglisverða frétt á Hringbraut í vikunni með yfirskriftinni - Gísli Marteinn setti Twitter á hliðina: „Veit einhver hvað við erum að fara drepa mörg lömb næstu vikurnar?“ Að vonum fékk sjónvarpsmaðurinn og borgarfulltrúinn fyrrverandi mikil viðbrögð við færslu sinni á Twitter enda gildishlaðin í topp.
Meira