Skagafjörður

Teymir forystuhrútinn á hesti

„Þetta var bæði grín og alvara til að byrja með,“ segir Eysteinn Steingrímsson, bóndi á Laufhóli, spurður út í forystuhrútinn Móra sem Eysteinn hefur haft með sér í leiðangra í Kolbeinsdal að leita eftirlegukinda.
Meira

Íslenska Gámafélagið með lægsta boð í sorphirðu í Skagafirði

Fjögur tilboð bárust í verkið „Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028“ en tilboð voru opnuð í lok september. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun.
Meira

Hlátrasköll í Höfðaborg :: Leikhúsupplifun

Það ríkti verðskulduð eftirvænting í loftinu þegar Hofsósingar og nærsveitungar brugðu sér í félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi á laugardaginn. Óhætt er að segja að það hafi verið fullt út úr dyrum. Höfðu einhverjir á orði að þetta væri bara eins og í miðbæ Reykjavíkur. Aftur var húsfyllir seinna um kvöldið og ekki síður góðar undirtektir þar. Enda kominn tími til að sýna sig og sjá aðra og hlæja svolítið hressileg eina kvöldstund.
Meira

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu Crossfit 550

Á mánudaginn skelltu nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd, sem eru þátttakendur í valgreininni íþróttir og heilsufræði,sér á Krókinn til að taka á honum stóra sínum á Crossfit æfingu hjá Crossfit 550. Krakkarnir fengu smá fræðslu um crossfit og gerðu síðan WOD dagsins eða Work Of the Day eins og það kallast á ylhýru enskunni.
Meira

Einelti er dauðans alvara :: Leiðari Feykis

Það er alltaf sami hausverkurinn að finna hvað skuli skrifa um í leiðara og oftar en ekki snarsnýst efnið í höndum skrifara áður en skrifum er lokið. Einhverjir kunna að halda að efnið sem tekið er fyrir hverju sinni sé útpælt og djúpt kafað í málin en hér verður mikið leyndarmál dregið fram úr skúmaskoti. Oftast nær er leiðarinn það síðasta sem ritað er í blaðið og ætíð undir tímapressu þar sem dauðalínan, eða „dead line“ upp á ástkæru enskuna, er nánast undir iljum skrifara.
Meira

Svandís kallar eftir upplýsingum frá Matvælastofnun

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur leikur á að umráðamenn séu ekki að uppfylla ákvæði laga, hvort sem um er að ræða almennt eftirlit eða samkvæmt ábendingum sem berast stofnuninni.
Meira

Unglingsstúlkur austan Vatna gróðursettu 120 plöntur

Nú á haustdögum fékk unglingastig Grunnskólans austan Vatna úthlutað 120 plöntum úr Yrkju – sjóði æskunnar til ræktunar landsis. Búið var að finna plöntunum stað og hlutverk á Neistasvæðinu (íþróttasvæðinu) á Hofsósi sem skjól fyrir norðvestanáttinni.
Meira

Nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að útbúa Halloween kökur

Sá þessar sniðugu hugmyndir þar sem notaðar eru bollakökur og svo er kremið smurt ofan á.
Meira

Uppbyggingasjóður SSNV auglýsir eftir umsóknum

Enn er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð SSNV, sem ætlaður er einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum, stofnunum eða sveitarfélögum með lögheimili á Norðurlandi vestra.
Meira

Fuglaflensa í skúmum og svartbökum – enn smithætta fyrir alifugla

Skæð fuglaflensa greinist enn í villtum fuglum hér á landi og telur Matvælastofnun því ekki óhætt að aflétta þeim varúðarráðstöfunum sem fyrirskipaðar voru í mars á þessu ári. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að faraldurinn sé einnig viðvarandi annars staðar í Evrópu og víðar. Enn er mikilvægt að fólk tilkynni um veika og dauða fugla til MAST.
Meira