Skagafjörður

Skagfirðingarnir í HA eru öflugir þátttakendur í háskólasamfélaginu

Við Háskólann á Akureyri er öflugt félagslíf og sterkt námssamfélag. Stúdentafélag háskólans, SHA, er félag allra innritaðra stúdenta við háskólann. Félagið er fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta, bakland og sameiningartákn aðildarfélaga þess og þeirra aðila sem sinna trúnaðarstörfum á vegum félagsins. Stúdentaráð SHA er það ráð sem sér fyrst og fremst um hagsmunagæslu stúdenta. Þar eiga sæti 16 stúdentar, af þeim eru sex Skagfirðingar sem sinna ólíkum hlutverkum innan félagsins og ráðsins.
Meira

Feykir mælir með eggjaköku og eftirrétti fátæka mannsins

Það eru alveg að koma mánaðarmót og þá fer maður oft að skoða hvað situr eftir inn í ísskáp sem væri hægt að nota í eitthvað ljúffengt og gott. Feykir mælir því með, að þessu sinni, ofnbakaðri eggjaköku með grænmeti og svo eftirrétti fátæka mannsins sem er brauðbúðingur með vanillusósu.
Meira

Kiwanisklúbburinn Drangey með skínandi gjafir

Á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd kemur fram að Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauðárkróki hafi afhent nemendum 1. bekkjar skólans endurskinsvesti en þar voru þeir Karl Lúðvíksson og Emil Hauksson á ferðinni. „Með í för var fulltrúi lögreglunnar á Norðurlandi vestra og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir gjöfina og komuna,“ segir í tilkynningu skólans.
Meira

Stólastúlkur máttu sætta sig við enn eitt tapið

Stólastúlkur fengu sameinað lið Aþenu/Leiknis/UMFK í heimsókn í Síkið í kvöld í 1. deild kvenna. Eftir ágæta byrjun Tindastóls náðu gestirnir tökum á leiknum og um miðjan þriðja leikhluta höfðu þeir búið sér til dágott forskot sem heimastúlkur náðu aldrei að brúa þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir. Lokatölur 70-77.
Meira

Kaffi Krókur – sportbar & grill – opnar um helgina

Árvökulir Fésbókargestir hafa mögulega rekið augun í auglýsingu þar sem tilkynnt er um opnun Kaffi Króks á Sauðárkróki. KK restaurant var lokað mánaðamótin ágúst september og nú opna nýir eigendur Kaffi Krók sportbar & grill með löngum laugardegi en opnað verður á laugardagsmorgni kl. 11 og ekki lokað fyrr en kl. 3 aðfaranótt sunnudags en þá verður hinn eini sanni Einar Ágúst búinn að halda upp fjörinu frá 22:30 eða þar um bil. Á sunnudaginn verður opið frá 11-22.
Meira

Brúnastaðir í Fljótum hlýtur Hvatningarverðlaun ársins

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Þingeyjarsveit og á Húsavík í gær en samkvæmt venju voru veittar viðurkenningar á hátíðinni. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir Fyrirtæki ársins, Sprota ársins og Hvatningarverðlaun.
Meira

K-Tak og Þ-Hansen ný inn á lista framúrskarandi fyrirtækja

Alls eru 92 fyrirtæki, eða 10,5% af heildarfjöldanum, á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki í ár staðsett á Norðurlandi. Fimm efstu sæti listans á Norðurlandi eru öll í flokki stórra fyrirtækja. Þau skipa FISK-Seafood á Sauðárkróki, Rammi á Siglufirði og Búfesti, KEA og SS Byggir sem öll eru á Akureyri en 48% fyrirtækjanna á listanum á Norðurlandi eru staðsett á Akureyri.
Meira

Ráðstefnan Orka, atvinnulíf og nýsköpun í Árgarði í dag

Í tengslum við haustþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er blásið til ráðstefnu um orku, atvinnumál og nýsköpun. Ráðstefnan, sem hefst kl. 13:00 í dag, verður haldin í félagsheimilinu Árgarði á Steinsstöðum í Skagafirði. Ráðstefnan er opin öllum áhugasömum og aðgangur frír.
Meira

Leggur til að verslunum verði heimilt að selja lausasölulyf

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, mælti í gær fyrir frumvarpi sínu til breytinga á lausasölulyfjum. Þetta mun vera fyrsta lagafrumvarpið sem hún mælir fyrir en með því er lagt til afnám skilyrða lyfjalaga um að undanþága til sölu á tilteknum sölulyfjum í almennum verslunum megi aðeins veita þar sem ekki er starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú.
Meira

Líf og fjör á Landbúnaðarsýningu

Vörusmiðjan átti öfluga fulltrúa að þessu sinni á Landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll síðastliðna helgi. Þær systur Þórhildur og Auðbjörg stóðu vaktina f.h. Vörusmiðjunnar og gerðu sér lítið fyrir og lögðu bíl smáframleiðanda á besta stað inni í höllinni.
Meira